Forsætisnefnd
Ár 2025, föstudaginn 14. nóvember, var haldinn 366. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba, Helga Þórðardóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. nóvember 2025.
- Kl. 10:12 taka Líf Magneudóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
- Kl. 10:29 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga um hækkun á þaki sérstaks húsnæðisstuðnings, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. nóvember (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna)
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
c) Stefna um fjölmenningarborgina Reykjavík 2026-2030 sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. nóvember (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna)
d) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um uppbyggingu Gunnarshólma
e) Tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar um fjárfestingarátak í endurgerð og viðhaldi á gangstéttum í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi
f) Borgarhönnunarstefna Reykjavíkur, síðari umræða, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 21. október og 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. nóvember (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna)
g) Umræða um deiliskipulag Birkimels 1 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
h) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um stefnumótun um hestamennsku í Reykjavík til 2050
j) Umræða um stöðu húsnæðismála skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs, að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
k) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um hverfislögreglustöð í Breiðholti MSS25010046 -
Fram fer umræða um jafnréttismál frá sjónarhorni heildarsamtaka launafólks í tengslum við reglulegt samtal forsætisnefndar og verkalýðshreyfingarinnar.
Fulltrúar Samfylkingar, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir í forsætisnefnd þakka formönnum BSRB og BHM sem eru heildarsamtök launafólks fyrir samtalið um jafnréttismál. Mikilvægt er að slíkt samtal sé virkt og markvisst, þar sem farið er yfir verkefni sveitarfélaga sem tengjast kjörum, þjónustu og velferð íbúa. Samstarfsflokkarnir telja að reglulegir samtalsfundir af þessu tagi styrki traust, stuðli að sameiginlegum skilningi á stöðu vinnumarkaðarins og efli samvinnu um lausnir sem bæta lífskjör og jöfnuð í samfélaginu.
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar þakkar fyrir góða kynningu og brýningu á mikilvægi þess að halda áfram að vinna að auknu jafnrétti. Tekið er undir þá afstöðu BSRB sem birst hefur opinberlega af því að nýja Reykjavíkurleiðin í leikskólamálum leggist þyngra á konur sérstaklega þær sem eru án baklands. Einnig er tekið undir áhyggjur um áhrif hækkunar á verðskrá á fjárhagsstöðu fjölskyldna.
Kolbrún Halldórsdóttir og Sonja Ýr Þorbergsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Andrea Helgadóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taka sæti undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Kl. 11:32 víkur Magnea Gná Jóhannsdóttir af fundi og Einar Þorsteinsson tekur sæti. MSS25030107Fylgigögn
-
Fram fer umræða um lögmæt forföll á fundum. MSS25040015
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. nóvember 2025, varðandi mætingu borgarfulltrúa í borgarstjórn. MSS25100067
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokks um boð í verðlaunaafhendingar og viðburði á vegum Reykjavíkurborgar ásamt svari skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 27. október 2025. MSS25100123
Frestað. -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknar um að fram fari umræða um móttökur Reykjavíkur og boðun í þær. MSS25100123
Frestað. -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. nóvember 2025, varðandi breytingu á áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd. MSS22060040
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:47.
Sanna Magdalena Mörtudottir Helga Þórðardóttir
Einar Þorsteinsson Guðný Maja Riba
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 14.11.2025 - Prentvæn útgáfa