Forsætisnefnd - Fundur nr. 364

Forsætisnefnd

Ár 2025, föstudaginn 26. september, var haldinn 364. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10:00. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Björn Gíslason og Guðný Maja Riba. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Helga Þórðardóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Einar Þorsteinsson. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Ólöf Magnúsdóttir og Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram minnisblað Alþýðusambands Íslands, dags. júní 2025, varðandi rýni á atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar.

    -    Kl. 10:09 tekur Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns sæti á fundinum.

    Eyrún Björk Valsdóttir, Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir og Alexandra Briem taka sæti á fundinum undir þessum lið. Borgarfulltrúarnir Andrea Jóhanna Helgadóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taka sæti með rafrænum hætti. MSS25030107

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. september 2025, varðandi frumvarp til laga um breytingar á sveitastjórnarlögum nr. 138/2011. MSS25090113

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:54

Sanna Magdalena Mörtudottir Björn Gíslason

Einar Þorsteinsson Guðný Maja Riba

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 26.09.2025 - Prentvæn útgáfa