Forsætisnefnd - Fundur nr. 363

Forsætisnefnd

Ár 2025, föstudaginn 12. september, var haldinn 363. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Erlingur Sigvaldason, Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Einar Þorsteinsson og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Ólöf Magnúsdóttir og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. september 2025. MSS25010046

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um kjarnasamfélög
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun gatnagerðargjalda
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um hringrásarhagkerfið, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. september
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um að Reykjavíkurborg verði barnvænt sveitarfélag
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar um að skoða styttingu sumarfrís grunnskóla
    f)    Umræða um deiliskipulag Birkimels 1, að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
    g)    Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um að bílastæði fylgi hverri íbúð í Reykjavík
    h)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að staðið verði við samkomulag við Víking
    i)    Umræða um stöðu húsnæðismála skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs, að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
    j)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hverfislögreglustöð í Breiðholti
    k)    Kosning í mannréttindaráð
    l)    Kosning í menningar- og íþróttaráð

  2. Fram fer umræða um umgjörð borgarstjórnarfunda. MSS25050141

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. september 2025, varðandi breytingu á samþykkt endurskoðunarnefndar, ásamt fylgiskjölum.
    Frestað. MSS23010279

  4. Fram fer umræða um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa. MSS23010284

  5. Lagt fram bréf forseta borgarstjórnar, dags. 10. september 2025, varðandi verkáætlun vegna samtals við verkalýðshreyfinguna. MSS25030107

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:11

Sanna Magdalena Mörtudottir Einar Þorsteinsson

Guðný Maja Riba Marta Guðjónsdóttir

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð forsætisnefndar 12.09.2025 - Prentvæn útgáfa