Forsætisnefnd - Fundur nr. 361

Forsætisnefnd

Ár 2025, föstudaginn 20. júní, var haldinn 361. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Einar Þorsteinsson og Guðný Maja Riba. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Helga Þórðardóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Ólöf Magnúsdóttir og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.
 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 24. júní 2025.

    -     Kl. 10:02 tekur Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns sæti á fundinum.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aðgerðir til að efla íbúalýðræði
    b)    Ályktunartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útvistun heilbrigðiseftirlits
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar um lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis.
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta
    e)    Umræða um mat á úrræðum og aðgerðum borgarinnar vegna Úlfarsárdals (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    f)    Umræða um stöðu löggæslumála (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    g)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings
    h)    Umræða um deiliskipulag Birkimels 1 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)
    i)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um  mótun stefnu um stæði fyrir stóra bíla í borgarlandinu
    j)    Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og fjögurra varaforseta
    k)    Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara
    l)    Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara, formannskjör
    m)    Kosning í menningar- og íþróttaráð
    n)    Kosning í mannréttindaráð MSS25010046

  2. Fram fer umræða um vinnufund forsætisnefndar. MSS24020171

  3. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. febrúar 2025, sbr. vísun borgarstjórnar frá 4. febrúar 2025 á tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins um Elliðaárdal sem áfangastað til meðferðar forsætisnefndar, ásamt fylgiskjölum, sbr. 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 9. maí 2025. Einnig lögð fram umsögn Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, dags. 19. maí 2025.
    Frestað. MSS25020004

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 11. júní 2025, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki framhald skólaheimsókna í Ráðhúsi Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24040172

    Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd fagnar því að skólaheimsóknir haldi áfram. Þetta er mikilvægt verkefni sem felur í sér heimsóknir 9. bekkinga í grunnskólum Reykjavíkur í Ráðhús borgarinnar. Slíkar heimsóknir eru lykilþáttur í að efla lýðræðisvitund og þátttöku ungmenna í samfélagslegum málefnum, þar sem þau fá innsýn í störf kjörinna fulltrúa og starfsemi borgarinnar. Við leggjum ríka áherslu á að börn og ungmenni upplifi sig sem virka borgara með rödd og áhrif. Þetta verkefni er liður í að skapa traust, tengingu og framtíðarþátttöku þeirra í lýðræðislegu samfélagi. Við tökum undir mikilvægi þess að fræðslan sé aðgengileg, áhugaverð og á forsendum ungmennanna sjálfra. Við styðjum því eindregið við áframhald verkefnisins og bindum vonir við að það verði varanlegur hluti af lýðræðisfræðslu í borginni.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknar um endurskoðun á samþykkt forsætisnefndar, sbr. 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 4. apríl 2025.
    Samþykkt að vísa tillögunni til frekari vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. MSS25040028

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. júní 2025, varðandi lausnarbeiðni Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur borgarfulltrúa, ásamt fylgiskjölum.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS22120116

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2025, varðandi sumarleyfi borgarstjórnar.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS23010287

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf SORPU bs., dags. 13. júní 2025, varðandi samþykki Reykjavíkurborgar á lántöku SORPU bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna uppbyggingar endurvinnslustöðvar að Lambhagavegi 14, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 28. maí 2025.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS24120038

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:17

Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Einar Þorsteinsson

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 20.06.2025 - Prentvæn útgáfa