Forsætisnefnd - Fundur nr. 360

Forsætisnefnd

Ár 2025, föstudaginn 30. maí, var haldinn 360. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:01. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Helga Þórðardóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. júní 2025.
    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a)    Húsnæðisáætlun Reykjavíkur, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. maí 2025, og umræða um skipulagsbreytingar til að hraða uppbyggingu og tryggja gæði (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna)
    b)    Umræða um bílastæðamál (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    c)    Uppbygging leikskóla í Reykjavík, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. maí 2025
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar um stofnun stýrihóps um framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um Heiðmörk
    e)    Umræða stefnu og áherslur Reykjavíkurborgar í málefnum aldraðs fólks í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Viðreisnar)
    f)        Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings
    g)    Umræða um stöðu löggæslumála (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    h)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framtíð Heiðmerkur
    j)    Umræða um mat á úrræðum og aðgerðum borgarinnar vegna Úlfarsárdals (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins). MSS25010046

    -    Kl. 10:09 tekur Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum.

  2. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. apríl 2025, við fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokksins um launakjör kjörinna fulltrúa, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. mars 2025. MSS25030052

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. maí 2025, ásamt yfirliti yfir opinberar móttökur frá september 2024 til janúar 2025. MSS24010047

    Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags, 23. maí 2025, varðandi talgreiningar á fundum borgarstjórnar ásamt trúnaðarmerktri skýslu um samanburð talgreininga.

    Nanna Rún Ásgeirsdóttir og Einar Haukur Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið ÞON22090061

    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á stöðu framkvæmda í Tjarnargötu 12. MSS23010284

    Ómar Þórdórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. maí 2025, varðandi fundadagatal borgarstjórnar og forsætisnefndar. MSS23010287
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 7. maí 2025, varðandi hæfi Björns Gíslasonar til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Álit innviðaráðuneytisins (IRN25040046) staðfestir að það er á ábyrgð sveitarstjórna sjálfra að meta hæfi kjörinna fulltrúa, og að sú ákvörðun verði að byggja á málefnalegum og lagalegum sjónarmiðum (bls. 7). Þar kemur einnig fram að ekki sé nægjanlegt að vísa til stöðu í sjálfboðastarfi nema sérstakir og verulegir hagsmunir liggi fyrir, sem geta haft áhrif á úrlausn mála (bls. 5). Ekki verður séð að slíkir hagsmunir séu fyrir hendi í tilviki Björns Gíslasonar, sem gegnir ólaunaðri formennsku hjá íþróttafélagi. Ennfremur áréttar ráðuneytið að ekki megi útiloka fulltrúa frá nefndarstörfum nema brýnar og málefnalegar ástæður liggi að baki, og að sérþekking geti einmitt verið ástæða til nefndarsetu (bls. 6). Á heildina litið sker álit ráðuneytisins ekki endanlega um meint neikvætt vanhæfi Björns Gíslasonar og er því þörf á að halda áfram að reyna á lögmæti stjórnsýslu borgarinnar í málinu. MSS22060045

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 30. maí 2025, varðandi aðalfund Faxaflóahafna 2025. MSS25050093
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Lagt er til forsætisnefnd feli þjónustu- og nýsköpunarsviði í samstarfi við skrifstofu borgarstjórnar að skoða hvort hægt sé að gera fundi borgarstjórnar aðgengilega á öðrum streymisveitum en Youtube svo sem Spotify til að auka aðgengi almennings að upptökum á fundum borgarstjórnar. MSS25050139

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Lagt er til að komið verði upp upplýsingaspjaldi í Ráðhúsi Reykjavíkur með upplýsingum um þá fulltrúa sem kjörnir hafa verið í Borgarstjórn Reykjavíkur. Markmið spjaldsins er að auka sýnileika og vitund almennings um kjörna fulltrúa, sem og að efla tengsl borgarbúa við lýðræðislega stjórnsýslu borgarinnar. Upplýsingaspjaldið gæti einnig nýst sem fræðsluefni í heimsóknum grunnskóla í Ráðhúsið, þar sem starfsemi borgarstjórnar er kynnt fyrir börnum og unglingum. Lagt er til að byrjað verði með kjörtímabilið 2022-2026 og að spjaldið verði komið upp haustið 2025. MSS25050140

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn forsætisnefndar:

    Forsætisnefnd óskar eftir upplýsingum um fjölda verkefna/beiðna er varða borgarstjórnarfundi sem standa hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Er það í kjölfar kynninga um talgreina sem kynnt var á fundi nú 30. maí. Þótti kjörnum fulltrúum ástæða til að skoða þær beiðnir/verkefni sem liggja inni hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði í þeim tilgangi að geta forgangsraðað verkefnum er snúa að tæknilegri framsetningu funda borgarstjórnar. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða beiðnir liggja inni varðandi framkvæmd borgarstjórnarfunda, hvenær þær bárust þjónustu- og nýsköpunarsviði og hver staða þessara mála er. MSS25050141

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 

Fundi slitið kl. 11:31

Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba

Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns