Forsætisnefnd
Ár 2025, föstudaginn 28. mars, var haldinn 356. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. apríl 2025. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um byggðaþróun í Reykjavík til framtíðar
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um jarðgangnagerð í Reykjavík
c) Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um hugmyndasöfnun um betri nýtingu á tíma og fjármunum í rekstri Reykjavíkurborgar
d) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um leik- og útivistarsvæði í Öskjuhlíðinni
e) Tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar um breytingar á Reykjavíkurflugvelli sem snúa að einkaþotum, almennri þyrluumferð ásamt einka- og kennsluflugi
f) Umræða um þéttingu byggðar í Breiðholti (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
g) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um stefnumótun Reykjavíkurborgar í rafíþróttum
k) Kosning í mannréttindaráð
j) Kosning í menningar- og íþróttaráð MSS25010046 -
Fram fer kynning á breytingum á samþykktum endurskoðunarnefndar. MSS23010279
- Kl. 10:07 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars 2025, varðandi breytingar á samþykkt fyrir stafrænt ráð, ásamt fylgiskjölum. MSS23010279.
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar, dags. september 2023.
Kristín Heba Gísladóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25030107
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokks Íslands og Pírata ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Kynning Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins er liður í því. Varða var stofnuð í maí 2020 af Alþýðusambandi Íslands og BSRB og sinnir fjölbreyttum rannsóknum er varða lífskjör fólks í víðu samhengi. Varða hefur m.a. kannað stöðu launafólks og þar með talið stöðu og lífsskilyrði þeirra sem starfa við ræstingar. Þessi niðurstaða er afgerandi og sýnir skýrt erfiða stöðu þessa hóps. Það er mikilvægt að skoða aðkomu borgarinnar að þessum málaflokki, bæði sem vinnuveitandi og sem opinbert stjórnvald. Aðgerðir svo sem fríar skólamáltíðir hjálpa, en það er mikilvægt að kanna fleiri möguleika til að hafa áhrif. Við þökkum Vörðu fyrir þeirra starf.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ásamt áheyrnarfulltrúa Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góða kynningu á skýrslu Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi og brýnt er að Reykjavíkurborg, sem bæði vinnuveitandi og stjórnvald, skoði hvernig hægt er að bæta úr stöðu fólks sem vinnur við ræstingar og hvort tilefni sé til að auka eftirlit með eftirfylgni mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem verktakar borgarinnar eru samningsbundnir til að fylgja. Einnig er mikilvægt að hugað sé að jafnræði barna sem búa við kröpp kjör þegar kemur að skipulögðu skóla- og frístundastarfi. Reykjavíkurborg hefur stigið stór skref með því að hækka frístundastyrkinn, bjóða upp á afslætti á leikskólagjöldum og öll sveitarfélög landsins bjóða nú upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir en huga þarf að því hvort grípa þurfi til frekari aðgerða til að tryggja jöfn tækifæri barna til menntunar.
Fylgigögn
-
Lagt fram álit innviðaráðuneytisins, dags. 12. mars 2025, vegna breytinga á öldungaráði Reykjavíkurborgar. MSS25030041
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. mars 2025, varðandi minnisblað um hæfi Björns Gíslasonar til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði ásamt minnisblaði. MSS23030029
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um kjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. MSS25030124
- Kl.12:10 víkja Alexandra Briem og Guðný Maja Riba af fundi.
Fundi slitið kl. 12:16
Sanna Magdalena Mörtudottir Magnús Davíð Norðdahl
Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 28.03.2025 - Prentvæn útgáfa