Forsætisnefnd - Fundur nr. 355

Forsætisnefnd

Ár 2025, föstudaginn 14. mars, var haldinn 355. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Einar Þorsteinsson, Guðný Maja Riba, Magnús Davíð Norðdahl og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Ólöf Magnúsdóttir og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. mars 2025.

    -    Kl. 10:03 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    -    Kl. 10:06 tekur Helga Þórðardóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 10:13 tekur Jóhanna Dýrunn sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um fræðslu- og öryggisnámskeið fyrir starfsfólk í eldhúsum
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gera leigjendum Félagsbústaða kleift að eignast heimili sín
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um að hefja skipulagsferli vegna húsnæðisuppbyggingar á Geldinganesi
    d)    Umræða um fyrirhugaðar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður og vinnuumhverfi í leik- og grunnskólum (að beiðni borgarfulltrúa Viðreisnar)
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipulag byggðar í Geldinganesi
    f)    Umræða um íbúalýðræði í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins)
    g)    Kosning í mannréttindaráð
    h)    Kosning í menningar- og íþróttaráð MSS25010046

  2. Lagt fram bréf forseta borgarstjórnar, dags. 12. mars 2025, varðandi tillögu að nýrri samþykkt mannréttindaráðs, ásamt fylgiskjölum.
    Vísað til borgarstjórnar.

    Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23010279

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Haldinn var góður kynningarfundur með fulltrúum aðgengisnefndar, fjölmenningaráðs, ofbeldisvarnarnefndar og eldri borgara og þeir upplýstir um fyrirhugaðar breytingar á mannréttindaráði Reykjavíkur. Eins liggur fyrir minnisblað frá borgarlögmanni um nýtt mannréttindaráð og heimild Reykjavíkurborgar til að haga sínum lögbundnu samráðsmálum með þeim hætti sem hún kýs og hefur nú gert. Nýtt mannréttindaráð verður öflugt og sterkt og það er fagnaðarefni að Reykjavíkurborg eigi góðan og stóran samráðsvettvang um réttindi og aðgengi fólks í Reykjavík.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Harma verður að ráðist hafi verið breytingar á ráðinu án samráðs við fulltrúa fjölmenningarráðs. Sameining fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar við mannréttindaráð Reykjavíkurborgar dregur úr ákvörðunarvaldi innflytjenda þar sem fulltrúum frá samtökum innflytjenda verður fækkað en á sama tíma á að bæta við fulltrúum stjórnmálaflokka. Það mun þýða að fulltrúar innflytjenda verða með minnihlutarödd í ráði sem ætlað er þeim. Í núgildandi fyrirkomulagi fjölmenningarráðs eru fulltrúar hagsmunasamtakana með meirihluta atkvæða á móti fulltrúum stjórnmálaflokka. Rödd innflytjenda verður þá minni en einnig er lagt upp með að fækka fundum sem fjalla um málefni innflytjenda. Það verður að teljast afturför á sama tíma og við vinnum hörðum höndum að því að auka þátttöku nýrra Íslendinga í íslensku samfélagi og viljum auka samráð við innflytjendur. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja ennfremur benda á og taka undir harða gagnrýni Félags kvenna af erlendum uppruna á þessa ákvörðun meirihlutans.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. mars 2025, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 4. mars 2025 á tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna, ásamt fylgiskjölum. MSS25020130

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsflokkarnir fagna því að forsætisnefnd ætli að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar ásamt áheyrnarfulltrúa Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hið norræna velferðarsamfélag sem við þekkjum byggir á þríhliða samstarfi, ríkis, verkalýðsfélaga og atvinnurekanda. Mikilvæg forsenda þess er að traust ríki milli aðila sem ekki hefur alltaf verið raunin á Íslandi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggja áherslu á og hvetja til að ef á að formgera samstarf séu fulltrúar atvinnulífsins hafðir með í því samráði. Einnig fulltrúar lífeyrissjóða landsins.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. september 2024, sbr. samþykkt forsætisnefndar frá 5. september 2024 á að óska eftir umsögnum mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og fagsviða Reykjavíkurborgar, og ábendingum frá hagsmunaaðilum, um atriði sem þarfnast endurskoðunar í gildandi lögreglusamþykkt, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 7. október 2024, umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2025, umsögn Vegagerðarinnar, dags. 30. október 2024, og umsögn velferðarsviðs, dags. 13. nóvember 2024. MSS24090007

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars 2025, þar sem kemur fram að Ellen Jacqueline Calmon taki við sem formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar af Heiðu Björgu Hilmisdóttur. MSS25020088

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars 2025, þar sem kemur fram að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki við sem formaður borgarstjórnarflokks Sósíalistaflokks Íslands af Andreu Helgadóttur. MSS25030033

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. mars 2025, þar sem tilkynnt er að Líf Magneudóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Stefáns Pálssonar og að Stefán verði varaáheyrnarfulltrúi. MSS22060040

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. mars 2025, þar sem tilkynnt er að Stefán Pálsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Lífar Magneudóttir og að Líf verði varaáheyrnarfulltrúi. MSS22060046

    Fylgigögn

  9. Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Framsóknarflokksins óskar eftir því að tekið verði saman hvaða áhrif ákvörðun um niðurfellingu íbúaráða, fjölmenningarráðs, öldungaráðs og aðgengisnefndar hefur á laun kjörinna fulltrúa. Óskað er eftir því að þessar upplýsingar verði sundurliðaðar niður á hvern og einn kjörinn fulltrúa og þannig einnig eftir borgarstjórnarflokkum. MSS25030052

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 11:14

Sanna Magdalena Mörtudottir Einar Þorsteinsson

Guðný Maja Riba Magnús Davíð Norðdahl

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 14.03.2025 - Prentvæn útgáfa