Forsætisnefnd
Ár 2025, föstudaginn 28. febrúar, var haldinn 354. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba og Magnús Davíð Norðdahl. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Stefán Pálsson og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnea Gná Jóhannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og
Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. mars 2025. MSS25010046
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Fyrsta aðgerðaáætlun Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna á grundvelli samstarfsyfirlýsingar
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um leikskóla- og daggæsluúrræði í samstarfi við atvinnulíf
c) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistunarplássi
d) Tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar um hagræðingu í rekstri til að mæta kostnaði við nýgerða kjarasamninga kennara.
e) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnaðarmat sviðsmynda vegna stálgrindarhúss við Álfabakka
f) Umræða um bílastæði í borginni (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
g) Kosning í innkauparáð
j) Kosning í heilbrigðisnefnd -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd staðfesti uppfærðar reglur um hjónavígslur í Ráðhúsi Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Margrét Berg Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23040216
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf forseta borgarstjórnar, dags. 26. febrúar 2025, varðandi tillögu að nýrri samþykkt mannréttindaráðs, ásamt fylgiskjölum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska eftir því að málinu verði frestað.
Frestað.
Samþykkt að beina þeim tilmælum til mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að halda kynningarfund fyrir nýtt mannréttindaráð og áheyrnarfulltrúa. MSS23010279Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Drög að nýrri samþykkt mannréttindaráðs bárust nefndarmönnum eftir hádegi daginn áður en fundur fór fram en ekki við boðun fundarins. Við boðun nefndarfunda er almennt miðað við að fundarboð og fundargögn berist tveimur sólarhringum fyrir fund. Nefndarmenn fengu því minna en sólarhring til að kynna sér drög að nýrri samþykkt sem taka á til afgreiðslu á fundinum. Í tillögunni sem lögð var fyrir síðasta fund borgarstjórnar kemur fram að forsætisnefnd sé „falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.“ Í ljósi þess að forsætisnefnd á að vinna málið verður það að teljast ámælisvert að drög að samþykkt berist fulltrúum innan við sólarhring fyrir fund forsætisnefndar þegar borgarfulltrúar eru á skyldunámskeiði. Það getur varla talist „vinna“ forsætisnefndar að tillaga sé lögð fram með stuttum fyrirvara og lagt er til að vísa henni strax til borgarstjórnar. Vinnubrögð þessa mál eru óvönduð. Sjálfstæðar samráðsnefndir eru lagðar niður án samráðs við þau hagsmunasamtök sem áttu sæti í þeim. Tvær þessara nefnda eru lögbundnar en lögfræðiálit um lögmæti ákvörðunar liggur ekki fyrir, eins og óskað var eftir á fundi borgarstjórnar. Í tillögunni er þá lagt til að fulltrúi Sameykis missi sætið sitt án nægjanlegs rökstuðnings. Óskað er því eftir frestun.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Drög að nýrri samþykkt mannréttindaráðs hafa verið í vinnslu hjá skrifstofu borgarstjórnar og mannréttindaskrifstofu í samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá 21. febrúar sl. Á fundi forsætisnefndar fóru fram góðar umræður um ýmis atriði er varða samþykktina og var ákveðið að fresta því að vísa henni til borgarstjórnar að þessu sinni og lagði forseti til að haldinn yrði sérstakur kynningarfundur með hagsmunaðilum fyrir næsta fund borgarstjórnar. Engin formleg beiðni hefur borist um lögfræðilegt álit en sjálfsagt er að afla þess ef þess verður óskað. Með frestun er verið að bregðast við athugasemdum fulltrúanna og jafnframt gefa tækifæri á að kynna málið frekar fyrir hagsmunaaðilum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Tekið er fram að óskað var eftir frestun í ljósi þess að forsætisnefnd fékk stuttan fyrirvara til að kynna sér drög að nýrri samþykkt en forsætisnefnd átti að vinna samþykktina samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar. Auk þess hefur samráð ekki átt sér stað við hagsmunasamtökin sem breytingarnar hafa áhrif á enda verður atkvæðavægi þeirra mun minna á móti sjö kjörnum fulltrúum. Það er stór pólitísk ákvörðun að minnka vægi hagsmunasamtaka í samráðsnefndum sem þarfnast frekari umræðu. Ekki liggur skýrt fyrir hvernig hægt er að skipa einstaklinga með atkvæðisrétt í ráð en takmarka fundarsetu þeirra í ráðinu við einn fund í mánuði. Óskað var eftir lögfræðiáliti á fundi borgarstjórnar. Fagnað er að brugðist verði við tillögu um frestun, samráð og ósk um lögfræðiálit. Við svona stjórnkerfisbreytingar er mikilvægt að vanda til verka.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. febrúar 2025, þar sem fram kemur að Heiða Björg Hilmisdóttir taki við formennsku borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í stað Söru Bjargar Sigurðardóttur. MSS25020088
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þáverandi forseta borgarstjórnar, dags. 1. febrúar 2025, varðandi erindi varaborgarfullrúa Sósíalistaflokks Íslands vegna fundar umhverfis- og skipulagsráðs 21. ágúst 2024, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 30. ágúst 2024.
Samþykkt MSS24080099Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. febrúar 2025, þar sem fram kemur að Líf Magneudóttir taki við formennsku í borgarstjórnarflokki Vinstri grænna í stað Stefáns Pálssonar. MSS25020100
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstórnar, dags. 27. febrúar 2025, þar sem tilkynnt er að áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í forsætisnefnd verði Stefán Pálsson og varaáheyrnarfulltrúi verði Líf Magneudóttir. MSS23010282
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. febrúar 2025, þar sem tilkynnt er að áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í forsætisnefnd verði Helga Þórðardóttir og varaáheyrnarfulltrúi verði Einar S. Guðmundsson. MSS23010282
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. febrúar 2025, varðandi lausnarbeiðni Jórunnar Pálu Jónasdóttur varaborgarfulltrúa, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23010065Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. febrúar 2025, varðandi ráðningasamning borgarstjóra, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar. MSS25020084
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:23
Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba
Magnea Gná Jóhannsdóttir Magnús Davíð Norðdahl
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 28.2.2025 - Prentvæn útgáfa