Forsætisnefnd - Fundur nr. 347

Forsætisnefnd

Ár 2024, föstudaginn 27.september, var haldinn 347. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Sabine Leskopf . Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Alexandra Briem og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Eiríkur Búi Halldórsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. október 2024.
    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a) Umræða um stefnumótun í málefnum innflytjenda og úttekt OECD (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna)
    b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið framboð lóða til íbúðauppbyggingar
    c) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um samvinnuvettvang til höfuðs misnotkunar vinnuafls
    d) Umræða um aukið álag á starfsfólk leikskóla eftir að stytting vinnuvikunnar kom til framkvæmdar (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    e) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um deilibíla
    f) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verndarmörk vegna friðlýsingar Grafarvogs MSS24010053

  2. Umræðu um stöðu framkvæmda í Tjarnargötu 12 er frestað. MSS23010284

  3. Fram fer umræða um vinnudag forsætisnefndar.

    -    11:07 víkur Magnea Gná Jóhannsdóttir af fundi. MSS24020171

Fundi slitið kl 11:16

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 27.9.2024 - Prentvæn útgáfa