Forsætisnefnd - Fundur nr. 343

Forsætisnefnd

Ár 2024, föstudaginn 7. júní, var haldinn 343. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir Magnea Gná Jónansdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Andrea Helgadóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Alexandra Briem, Marta Guðjónsdóttir og Skúli Helgason. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 11. júní 2024.
    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a) Umræða um framtíðarskipulag skóla í Laugardal 
    b) Umræða um greiðslukerfi strætófargjalda gagnvart öryrkjum (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
    c) Tillaga Flokks fólksins um sviðsmynd 1 við framtíðaruppbyggingu skólastarfs í Laugardal
    d) Umræða um gjaldskyld bílastæði í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    e) Umræða um starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins) MSS24010053

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. júní 2024, varðandi fundadagatali borgarstjórnar og forsætisnefndar frá júlí 2024 til og með júní 2025.
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. júní 2024, varðandi veikindaleyfi Trausta Breiðfjörð Magnússonar.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2024, varðandi samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík, sbr. 7. lið fundargerð borgarstjórnar frá 23. apríl 2024.
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. maí 2024, varðandi  þátttöku Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum.
    Erindið er samþykkt.
    Harpa Sif Eyjólfsdóttir og Kamma Thordarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  6. Áheyrnarfulltrú Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að greinargerðir með málum flokkanna séu gerð skýrari skil í fundargerðum. Lagt er til að ávallt sé sérstakur hlekkur inn á greinargerðina sjálfa þar sem hún er aldrei að fullu birt í fundargerð. Einnig sé sá hlekkur undir „fylgiskjöl“ sem öllu jafna er merktur „tillaga eða fyrirspurn“ merktur  „tillaga x ásamt greinargerð“ og undir þeim hlekk megi sjá tillöguna ásamt greinargerð sem fylgir. 

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað. MSS24060029

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:42

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 7.6.2024 - prentvæn útgáfa