Forsætisnefnd
Ár 2024, föstudaginn 7. júní, var haldinn 343. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir Magnea Gná Jónansdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Andrea Helgadóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Alexandra Briem, Marta Guðjónsdóttir og Skúli Helgason. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 11. júní 2024.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um framtíðarskipulag skóla í Laugardal
b) Umræða um greiðslukerfi strætófargjalda gagnvart öryrkjum (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
c) Tillaga Flokks fólksins um sviðsmynd 1 við framtíðaruppbyggingu skólastarfs í Laugardal
d) Umræða um gjaldskyld bílastæði í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
e) Umræða um starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins) MSS24010053Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. júní 2024, varðandi fundadagatali borgarstjórnar og forsætisnefndar frá júlí 2024 til og með júní 2025.
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. júní 2024, varðandi veikindaleyfi Trausta Breiðfjörð Magnússonar.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2024, varðandi samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík, sbr. 7. lið fundargerð borgarstjórnar frá 23. apríl 2024.
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. maí 2024, varðandi þátttöku Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum.
Erindið er samþykkt.
Harpa Sif Eyjólfsdóttir og Kamma Thordarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. -
Áheyrnarfulltrú Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að greinargerðir með málum flokkanna séu gerð skýrari skil í fundargerðum. Lagt er til að ávallt sé sérstakur hlekkur inn á greinargerðina sjálfa þar sem hún er aldrei að fullu birt í fundargerð. Einnig sé sá hlekkur undir „fylgiskjöl“ sem öllu jafna er merktur „tillaga eða fyrirspurn“ merktur „tillaga x ásamt greinargerð“ og undir þeim hlekk megi sjá tillöguna ásamt greinargerð sem fylgir.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. MSS24060029Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:42
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 7.6.2024 - prentvæn útgáfa