Forsætisnefnd - Fundur nr. 339

Forsætisnefnd

Ár 2024, föstudaginn 15. mars, var haldinn 339. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ólöf Magnúsdóttir og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. mars 2024.
    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a) Umræða um umbætur á vetrarþjónustu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
    b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um tilraunaverkefni með fimm ára bekk í grunnskóla
    c) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um endurskoðun ákvörðunar um niðurlagningu Borgarskjalasafns
    d) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að endurskoða rekstrargrundvöll Félagsbústaða
    e) Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um sumarstörf fyrir 13-17 ára
    f) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um íbúðabyggð í Geldinganesi. MSS24010053

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erndi mannréttinda- og lýðræðiskskrifstofu, dags. 11. mars 2024, varðandi fræðslu um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun fyrir kjörna fulltrúa.
    Samþykkt að leggja til að fræðslan fari fram 16. apríl nk. MSS23010102

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi formanns stýrihóps um stefnumótun í málefnum barna á aldrinum 0-6 ára, dags. 13. mars 2024, varðandi fyrirkomulag borgaraþings varðandi stefnumótun um málefni barna á aldrinum 0-6 ára.
    Vísað til meðferðar borgarráðs. MSS23050103

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalista telur mikilvægt að nægur tími verði gefinn til umræðu á þinginu og að borgarfulltrúar verði á staðnum til að hlusta á það sem kemur fram.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynnning á mælaborði Samtaka ferðaþjónustunnar og fjárhagslegum áhrifum ferðaþjónustu á sveitarfélög. Jafnframt er lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar um drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðfgerðaáætlun til 2030.

    -    kl. 10:50 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.

    Diljá Matthíasardóttir, Jóhannes Þór Skúlason og Kamma Thordarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS21120157

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. mars 2024, varðandi reglur um úthlutun sumarhúss borgarstjórnar ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt. MSS24030077

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. mars 2024,  við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna um innköllun varamanna í borgarstjórn, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 1. mars 2024. MSS24030006

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um samræmt verklag vegna bókana til afgreiðslu, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 1. mars 2024.
    Samþykkt að vísa tillögunni frá.
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24030005

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar eiga kjörnir fulltrúar rétt á að fá bókaða stutta athugasemd sína um afstöðu sinna til þeirra mála sem til umfjöllunar eru og gilda þau lagaákvæði að sjálfsögðu á fundum allra ráða og nefnda. Það er svo hlutverk formanna að meta hvort bókanir uppfylli skilyrði laga og samþykkta í hvert sinn. Í ljósi þess að um er að ræða ófrávíkjanleg lagaákvæði er tillagan ekki tæk og ber að vísa henni frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til að reglur um bókanir og rétt fulltrúa til að bóka við mál verði samræmdar milli ráða þannig að geðþóttaákvarðanir ráði ekki för hjá stjórnendum fundanna og formanni. Tillögunni er hafnað af meirihluta forsætisnefndar. Það er miður því ítrekað hefur fulltrúi Flokks fólksins orðið þess áskynja að ólíkar reglur gilda hvenær bóka má við mál í ráðum. Sem dæmi gilda önnur lögmál í umhverfis- og skipulagsráði en í öðrum ráðum. Minnihlutafulltrúum í umhverfis- og skipulagsráði er meinað að bóka við mál sem t.d. er vísað til umsagnar annars staðar. Í þessu umrædda ráði er sífellt verið að vísa í einhverjar „venjur“ sem hafa ekkert að gera með reglur. Stundum er eins og hreinn geðþótti ráði. Einnig er ritskoðun bókana meiri í umhverfis- og skipulagsráði en öðrum ráðum. Dæmi eru um að draga verði bókun til baka ef yfirstjórn ráðsins líkar ekki efni bókunar jafnvel þótt ekki sé um neinar efnislegar rangfærslur að ræða í henni. Þessu þarf að breyta enda skapar svona bara leiðindi og usla í ráðinu og er ekki til þess fallið að stuðla að góðum og jákvæðum samskiptum. Notast á við sömu samþykktir í öllum ráðum borgarinnar og sýna á minnihlutafulltrúum tilhlýðilega virðingu

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eins og fram hefur komið gilda að sjálfsögðu sömu reglur um bókanir kjörinna fulltrúa í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar, enda er sá réttur tryggður í lögum. Kjörnir fulltrúar verða þó að gæta að því að bókanir uppfylli lágmarksskilyrði laga og samþykkta svo þær verði tækar í opinberar fundargerðir borgarinnar. Ef bókanir fulltrúa Flokks fólksins eru skoðaðar þá gefur hvorki magn þeirra né innihald neinar vísbendingar um að að fulltrúinn þurfi að sæta hvorki fjöldatakmörkunum né ritskoðun.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram kynning Gallup á niðurstöðum á könnun um traust til stofnana árið 2024. MSS24030071

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi forseta borgarstjórnar, dags. 12. mars 2024, varðandi stefnu um þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa í Reykjavík.
    Samþykkt. MSS24030066

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Forsætisnefnd samþykkir að settur verði á laggirnar stýrihópur sem skoði leiðir og komi með tillögur til að bregðast við mansali og koma í veg fyrir það. Stýrihópurinn samanstandi af þremur kjörnum fulltrúum og kalli til sín til samstarfs og ráðgjafar fulltrúa ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélaga, lögreglu, fulltrúa skrifstofu borgarstjórnar og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar.

    Frestað. MSS24030088

Fundi slitið kl. 11:47

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 15.3.2023 - Prentvæn útgáfa