Forsætisnefnd - Fundur nr. 338

Forsætisnefnd

Ár 2024, föstudaginn 1. mars, var haldinn 338. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:03. Viðstaddar voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Andrea Helgadóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Alexandra Briem og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. mars 2024.
  Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
  a) Umræða um ávinning stafrænnar umbreytingar fyrir borgarbúa (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
  b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um húsafriðun og leikskólastarfsemi á Ægisíðu 102
  c) Umræða um bættar almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
  d) Umræða um akstursþjónustu Pant (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
  f) Tillaga borgarfulltrúa Flokks Fólksins um stofnun starfshóps um biðlista eftir skólaþjónustu í Reykjavík
  g) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukna uppbyggingu í Úlfarsárdal. MSS24010036

  -    Kl. 10:10 tekur Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum.

 2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. febrúar 2024, varðandi ferð forseta borgarstjórnar til Berlínar dagana 4.-7. mars nk., ásamt fylgiskjölum. MSS24020163

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf forseta borgarstjórnar, dags. 28. febrúar 2024, varðandi starfsáætlun forsætisnefndar vorið 2024, ásamt fylgiskjölum. MSS24020171

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. febrúar 2024, varðandi breytingu á áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði. MSS22060046

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki drög að viljayfirlýsingu vegna verkefnisins Hydrogen Valley, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt. 

  Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Harpa Thordarson og Óli Örn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24020033

  Fylgigögn

 6. Fram fer kynning á tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun ríkisins til 2030.

  Guðný Hrafnkelsdóttir, Óli Örn Eiríksson og Kamma Thordarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24020167

  -    Kl. 10:50 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að drög að uppfærðri aðgerðaáætlun 2024-2026 um þátttöku Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum ásamt skýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands verði send fagráðum borgarinnar til umsagnar, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Í skýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um þátttöku Reykjavíkurborgar í fjölþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum koma fram ýmsar áhugaverðar ábendingar. Til dæmis kom í samtölum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála ítrekað fram að fáir hafi komið að gerð umrædds siglingakorts og efni þess ekki fengið mikla umræðu áður en það var lagt fyrir fund forsætisnefndar – en sem fyrr segir mun skjalið hafa verið lagt þar fram til kynningar og sem grundvöllur frekara samráðs. Skjalið mun heldur ekki hafa fengið mikla umfjöllun í kjölfar kynningar á þeim fundi. Samhliða talsverðri starfsmannaveltu í einstökum verkefnum virðist að einhverju leyti sem samskipti þeirra sem verkefnunum hafa tengst hafi verið lítil, en umfjöllun um þann þátt er að mestu utan við efni þessarar greiningar. Sú skoðun er hins vegar nokkuð útbreidd meðal viðmælenda að sú stefnumörkun sem fólgin er í fyrrnefndu siglingakorti hefði að ósekju mátt fara fram með upplýstri aðkomu fleiri aðila innan stjórnsýslu borgarinnar. Einnig virðist þurfa að skilgreina betur hvað átt er við þegar talað er um nýsköpun innan borgarinnar – hvort sú nýsköpun muni eiga sér stað alfarið inn á sviðum og skrifstofum borgarinnar eða hvort leitað verði samstarfs einkaaðila með sérþekkingu á þróun og innleiðingu þess sem leitað er að hverju sinni.

  Óli Örn Eiríksson, Kamma Thordarson og Gústaf Adolf Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23050179

  Fylgigögn

 8. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
   
  Flokkur fólksins leggur til að reglur um bókanir og réttur fulltrúa til að bóka við mál verði samræmdar milli ráða þannig að geðþóttaákvarðanir ráði ekki för hjá stjórnendum fundanna og formanni.

  Greinargerð fylgir fundargerðinni.
  Frestað. MSS24030005

  Fylgigögn

 9. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna:

  Óskað er eftir yfirliti á innköllun varamanna í borgarstjórn og borgarráð fyrir árið 2023 og sundurliðuðum kostnaði sem því fylgdi. MSS24030006

Fundi slitið kl. 11:54

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 1.3.2024 - Prentvæn útgáfa