Forsætisnefnd - Fundur nr. 337

Forsætisnefnd

Ár 2024, föstudaginn 9. febrúar, var haldinn 337. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06. Viðstaddar voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir og Rúnar Sigurjónsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 13. febrúar 2024.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a) Umræða um drög að borgarstefnu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)

    b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fjölgun uppbyggingarsvæða í Reykjavík

    c) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um umboðsmann borgarbúa

    d) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um lóð fyrir fljótbyggð hús fyrir Grindvíkinga

    e) Umræða um stöðu samgöngusáttmálans og sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf., 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. febrúar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    f) Umræða um uppbyggingaráform á lóðinni Ægisíðu 102 Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks) MSS24010053

    -    Kl. 10:15 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  2.  Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. september 2023, varðandi breytingu á viðauka 2.6 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Vísað til borgarstjórnar. MSS22080219

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynninga á stöðu Visit Reykjavík og seglum höfuðborgarsvæðisins.

    Inga Hlín Pálsdóttir og Kamma Thordarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:50 víkur Líf Magneudóttir af fundi. MSS23070007

  4. Fram fer kynninga á stöðu verkefna í ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.

    Inga Hlín Pálsdóttir og Kamma Thordarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24020034

     

Fundi slitið kl. 11:26

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 9.2.2024 - Prentvæn útgáfa