Forsætisnefnd - Fundur nr. 336

Forsætisnefnd

Ár 2024, föstudaginn 2. febrúar, var haldinn 336. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Andrea Helgadóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Alexandra Briem og Sabine Leskopf. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. febrúar 2024. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a)    Umræða um Kvosina og Austurstræti sem heildstætt göngusvæði, sbr. 11. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2024 (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
    b)    Tillaga Sjálfstæðisflokks um að falla frá áformum um flugvöll við Hvassahraun
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að draga til baka fyrirhugaðar sumarlokanir bókasafna
    d)    Tillaga Vinstri grænna um að tryggja greiðan aðgang fólks að fjöldasamkomum og mótmælum í almannarýminu
    e)    Umræða um smáhýsin í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    f)    Umræða um stöðu samgöngusáttmálans og sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf., sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. febrúar 2024 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)
    g)    Umræða um álit innviðaráðuneytisins varðandi rétt borgarfulltrúa að setja málefni Ljósleiðarans ehf. á dagskrá borgarstjórnar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)
    h)    Kosning í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
    i)    Kosning í skóla- og frístundaráð MSS24010053
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2024, varðandi framlengingu á veikindaleyfi Trausta Breiðfjörð Magnússonar borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. MSS22090101

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2024, varðandi launsnarbeiðni  Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS24010240
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. febrúar 2024, þar sem tilkynnt er að Halldóra Hafsteinsdottir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur. MSS22060046

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:41

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf

Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 2.2.2024 - Prentvæn útgáfa