No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2024, föstudaginn 19. janúar, var haldinn 335. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06. Viðstaddar voru Magnea Gná Jóhannsdóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá borgarstjórnar 23. janúar 2024.
- Kl. 10:13 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um þjóðarhöll (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um rekstrarútboð sorphirðu í Reykjavík
c) Umræða um Kvosina og Austurstræti sem heildstætt göngusvæði (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
d) Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að vinna gegn útvistun starfa
f) Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis
g) Umræða um álit innviðaráðuneytisins varðandi rétt borgarfulltrúa til að setja málefni Ljósleiðarans ehf. á dagskrá borgarstjórnar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) MSS24010053
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2024, varðandi framlög til stjórnmálasamtaka sem eiga sæti í borgarstjórn fyrir árið 2024, ásamt fylgiskjölum. MSS22060123
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. janúar 2024, varðandi drög að verklagsreglum um meðferð fyrirspurna og tillagna í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 5. janúar 2024.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. MSS23090170
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að tekin var inn í verklagsreglurnar tillaga þeirra um að fyrirspurnum verði svarað innan 30 daga og sömuleiðis að leitast verði við að tillögur verði tilbúnar til afgreiðslu eigi síðar en 30 dögum eftir að þær hafa verið lagðar fram. Hins vegar gera borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugsemdir við að réttur þeirra til að leggja fram mál sem þeir hafa samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé skertur með þeim hætti að einungis verði heimilt að leggja tillögur og fyrirspurnir fram í einu ráði/nefnd og einungis í því ráði sem ber ábyrgð á málaflokknum.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Því skal haldið til haga að þó það sé æskilegt að tillögur og fyrirspurnir séu lagðar fram í því ráði sem fer með málaflokk, þá er þessari reglu ætlað að koma í veg fyrir að sama tillaga eða fyrirspurn sé lögð fram á tveimur eða fleiri stöðum og fari þannig í vinnslu á mörgum stöðum samtímis. Ef það er vilji fulltrúa að leggja tillögu eða fyrirspurn fram í borgarráði eða borgarstjórn, frekar en í viðeigandi ráði, þá er ekkert í þessum reglum sem bannar það og það er ekki tilgangurinn, eins og á að vera fullljóst þeim sem hafa fylgst með framvindu þessarar vinnu.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins var með athugasemdir við tillöguna sem sneru að 3. gr. þar sem fram kom að ekki mætti hafa lengur formála að fyrirspurnum. Flokki fólksins finnst það ómögulegt enda er stundum nauðsynlegt að hafa nokkur orð um af hverju verið er að leggja fram ákveðna fyrirspurn. Mikilvægt er að hafa sveigjanleika en ekki njörva niður hvert einasta atriði. Viðbrögð meirihlutans við þessari athugasemd Flokks fólksins eru að markmiðið sé að einfalda meðferð tillagna og fyrirspurna. Með því að loka fyrir möguleika á stuttum útskýringum með fyrirspurnum eða tillögum er ekki verið að einfalda neitt. Rök meirihlutans eru veikburða, t.d. þau sem segir „Skýrari fyrirspurnir draga úr töfum við afgreiðslu“. Varla er hægt að trúa því að þótt leyfður sé stuttur formáli í fyrirspurn, ein setningu eða tvær, kalli það á miklar tafir á afgreiðslu hennar
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. janúar 2023, þar sem drög að reglum um opinberar heimsóknir Reykjavíkur eru send forsætisnefnd til samþykktar, sbr. 2. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 5. janúar 2024.
Samþykkt. MSS23120037
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. janúar 2024, þar sem tilkynnt er að Unnur Þöll Benediktsdóttir sé nýr formaður borgarstjórnarflokks Framsóknar.
- Kl. 10:50 víkur Líf Magneudóttir af fundinum. MSS23010277
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:54
Magnea Gná Jóhannsdóttir Sabine Leskopf
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 19.1.2024 - Prentvæn útgáfa