Forsætisnefnd - Fundur nr. 332

Forsætisnefnd

Ár 2023, föstudaginn 17. nóvember, var haldinn 332. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:11. Viðstödd voru Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sabine Leskopf og Stefán Pálsson. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir og Pawel Bartoszek. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. nóvember 2023. 
    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a) Umræða um náttúruhamfarir í Grindavík og afleiðingar þeirra
    b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðaáætlun um almenningssamgöngur
    c) Umræða um skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
    d) Umræða um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafarkaup (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    e) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um meðferð fyrirspurna

Fundi slitið kl. 11:24

Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Sanna Magdalena Mörtudottir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 17.11.2023 - Prentvæn útgáfa