Forsætisnefnd - Fundur nr. 331

Forsætisnefnd

Ár 2023, föstudaginn 13. október, var haldinn 331. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:07. Viðstödd voru Marta Guðjóndóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir og Gísli S. Brynjólfsson. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Alexandra Briem. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. október 2023. 
  Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
  a) Skýrsla nefndar um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofa í Reykjavík samanber 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. október
  b) Umræða um Sundabraut (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna)
  c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fýsileikakönnun á stuðningi við uppsetningu sólarsella á heimilum í Reykjavík
  d) Umræða um frístundastyrkinn og hvernig vikið hefur verið frá upphaflegu markmiði hans (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
  e) Umræða um NPA-samninga og fjölda sem er á bið (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
  f) Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ
  g) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðaáætlun um almenningssamgöngur
  h) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að snjallvæðing umferðaljósa verði í forgangi við endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. MSS23010044

  -    10:16 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. 

 2. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2023, varðandi breytingu á viðauka 2.6 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
  Vísað til borgarstjórnar. MSS22080219

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa. MSS23010284

Fundir slitið kl. 10:32

Marta Guðjónsdóttir Gísli S. Brynjólfsson

Heiða Björg Hilmisdóttir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 13.10.2023 - Prentvæn útgáfa