Forsætisnefnd - Fundur nr. 33

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2006, fimmtudaginn 12. janúar, var haldinn 33. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.50. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ólafur F. Magnússon og Gunnar Eydal sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. janúar.
Jafnframt lagðar fram tillögur Ólafs F. Magnússonar varðandi Landsvirkjun og Strætó bs.
Forsætisnefnd óskar jafnframt að tekið verði á dagskrá sem sérstakur dagskrárliður, umræður um málefni Árbæjarhverfis og Grafarholtshverfis.

2. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, dags. í dag, mál 1 og 2 hafa þegar verið afgreidd skrifstofustjóra borgarstjórnar.
Liðir 3-5 samþykktir; 3) móttaka v. evrópskrar ráðstefnu um endurnýjandi orkugjafa, 4) móttaka v. fundar samvinnunefndar um miðhálendi og 5) móttaka í tilefni af afhendingu íslenskra tónlistarverðlauna í Þjóðleikhúsinu 25. þ.m.

3. Kynnt uppsetning og útlit heimasíðu borgarfulltrúa, sbr. fyrri samþykkt forsætisnefndar.


Fundi slitið kl. 13.15

Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson