Forsætisnefnd
Ár 2023, föstudaginn 16. júní, var haldinn 327. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstaddar voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Helga Þórðardóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson, Ívar Vincent Smárason og Hulda Hólmkelsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. júní 2023. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um loftgæði (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn í beinni kosningu
c) Umræða um vinaborgarsamning Reykjavíkurborgar við Lviv (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
d) Umræða um íslenskukennslu barna og fólks af erlendum uppruna (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um frestun launahækkana kjörinna fulltrúa 2023 og endurskoðun launauppbyggingar
f) Umræða um stöðu sviðslista og sjálfstæðra menningarhópa í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna)
g) Umræða um hlutverk Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar og með tilliti til sjúkraflugs (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
h) Umræða um Vinnuskólann (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
i) Umræða um Keldnalandið (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
j) Umræða um málefni Ljósleiðarans ehf. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
k) Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og fjögurra varaforseta
l) Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara
m) Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara, formannskjör
n) Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
o) Kosning í stafrænt ráð
p) Kosning í velferðarráð
q) Kosning í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
r) Kosning í heilbrigðisnefnd
s) Kosning í íbúaráð Laugardals
t) Kosning í stjórn Félagsbústaða
u) Kosning fjögurra fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs og fjögurra til vara, formannskjör MSS23010044 -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2023, varðandi breytingar á áheyrnarfulltrúum í forsætisnefnd. MSS22060040
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júní 2023, varðandi beiðni Rannveigar Ernudóttur um tímabundna lausn frá störfum til 1. september 2024.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23060052Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar, dags. 14. júní 2023:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulega borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella sbr. ákvæði 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.
Vísað til borgarstjórnar. MSS22060122
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Á meðan á sumarleyfi borgarstjórnar stendur fer borgarráð með heimildir borgarstjórnar. Í borgarstjórn eru allir fulltrúar með atkvæðisrétt en þannig er það ekki í borgarráði þar sem fulltrúar sumra flokka hafa ekki atkvæðisrétt. Fulltrúi Sósíalista telur mikilvægt að tryggja að fulltrúar allra flokka hafi jafna aðkomu að málum þegar fundir borgarstjórnar leggjast af yfir sumartímann.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. júní 2023, varðandi þátttöku í framkvæmdaverkefninu ICEWATER, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Harpa Sif Eyjólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Kristrún Th. Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23050108
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 12. júní 2023, varðandi aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023-2026, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23010102
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgerðaáætlunin er góð eins langt og hún nær en vandinn er að það er ekki verið að fara eftir henni að öllu leyti. Brotið er á börnum og viðkvæmum hópum daglega í Reykjavík með því að láta fólk svo tugum skiptir bíða á biðlistum. Biðlistar eru mislangir eftir hverfum og bið eftir húsnæði er mislöng eftir málaflokkum. Jafnrétti og almenn sanngirni ríkir ekki í launamálum. Starfsfólk á að fá greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Einnig má nefna að laun ungmenna í Vinnuskólanum hafa ekki fylgt almennum launahækkunum.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Ef þessari aðgerðaáætlun verður framfylgt er ljóst að hún er til bóta. Hins vegar minnir fulltrúi Sósíalista á að Reykjavíkurborg er ekki að starfa eftir ákvæði sem sett verður fram í henni. Það ákvæði hljóðar upp á að starfsfólk fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Mörgum störfum hjá borginni hefur verið útvistað til einkafyrirtækja sem greiða í mörgum tilfellum minna til starfsfólks en þeirra sem sinna sama starfi beint fyrir borgina. Ekki verður annað séð en að borgin brjóti hér gegn eigin markmiðum um launajafnrétti, þar sem kveðið er á um að fólk fái jafn mikið greitt fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Aðgerðaáætlun sem ekki er unnið eftir grefur undan sjálfri sér, sem er bagalegt fyrir Reykjavíkurborg. Jafnframt grefur slíkt undan trausti borgarbúa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2023, varðandi breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 21. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. júní 2023 og 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. júní 2023.
Vísað til síðari umræðu borgarstjórnar. MSS22080219Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal borgarstjórnar og forsætisnefndar frá júlí 2023 til og með júní 2024.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23010287Fylgigögn
-
Fram fer umræða um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa. MSS23010284
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. júní 2023, þar sem tilkynnt er um framlengingu á veikindaleyfi Guðnýjar Maju Riba til 12. ágúst nk. MSS22110190
- Kl. 11:36 víkur Líf Magneudóttir af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:41
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð forsætisnefndar 16. júní 2023 - prentvæn útgáfa