Forsætisnefnd
Ár 2023, föstudaginn 12. maí, var haldinn 325. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstaddar voru Magnea Gná Jóhannsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Helga Þórðardóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá borgarstjórnar 16. maí 2023. MSS23010044
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:a) Umræða um græna stíginn (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
b) Umræða um nýútkomna skýrslu innviðaráðuneytisins: Nýi Skerjafjörður – áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
c) Tillaga borgafulltrúa Vinstri grænna um endurskoðun samninga um hafnaraðstöðu fyrir hvalveiðiskip
d) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að frítt verði í Strætó í Reykjavík á kjördag
e) Umræða um úrbætur á starfsaðstöðu nemenda og kennara í Laugarnesskóla (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
f) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ítarlegri rannsóknir á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar
g) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að frítt verði í Strætó á kjördag
h) Umræða um húsaleigumarkaðinn Í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
i) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið umferðaröryggi á Vesturlandsvegi
j) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjaldfrjálsa akstursþjónustu fatlaðs fólks á kjördag
k) Umræða um þróunarverkefnið kveikjum neistann í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
l) Umræða um málefni Ljósleiðarans ehf. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks) -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. maí 2023, varðandi námskeið fyrir borgarfulltrúa um hatursorðræðu. MSS22010193
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um truflanir á útsendingu frá fundi borgarstjórnar 2. maí 2023.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjórnarfundur er æðsti vettvangur lýðræðiskjörinna fulltrúa í borgarstjórn. Mikilvægi þess að nákvæmar heimildir séu til staðar um hvað fer fram á borgarstjórnarfundum er óumdeilt. Afar óheppilegt er að tiltekinn bútur af myndbandsupptöku af borgarstjórnarfundi 2. maí sl. er alfarið glataður. Skýringar á hvernig það gat gerst eru ekki óhyggjandi. Svona tilvik má ekki endurtaka sig.
Helgi Áss Grétarsson og Þorvarður Goði Guðrúnarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23010103
Fundi slitið kl. 10:36
Magnea Gná Jóhannsdóttir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir
Sabine Leskopf