Forsætisnefnd - Fundur nr. 325

Forsætisnefnd

Ár 2023, föstudaginn 12. maí, var haldinn 325. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstaddar voru Magnea Gná Jóhannsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Helga Þórðardóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá borgarstjórnar 16. maí 2023. MSS23010044
    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um græna stíginn (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
    b)    Umræða um nýútkomna skýrslu innviðaráðuneytisins: Nýi Skerjafjörður – áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    c)    Tillaga borgafulltrúa Vinstri grænna um endurskoðun samninga um hafnaraðstöðu fyrir hvalveiðiskip
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að frítt verði í Strætó í Reykjavík á kjördag
    e)    Umræða um úrbætur á starfsaðstöðu nemenda og kennara í Laugarnesskóla (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ítarlegri rannsóknir á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar
    g)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að frítt verði í Strætó á kjördag
    h)    Umræða um húsaleigumarkaðinn Í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    i)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið umferðaröryggi á Vesturlandsvegi
    j)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjaldfrjálsa akstursþjónustu fatlaðs fólks á kjördag
    k)    Umræða um þróunarverkefnið kveikjum neistann í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    l)    Umræða um málefni Ljósleiðarans ehf. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks) 

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. maí 2023, varðandi námskeið fyrir borgarfulltrúa um hatursorðræðu. MSS22010193
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um truflanir á útsendingu frá fundi borgarstjórnar 2. maí 2023.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjórnarfundur er æðsti vettvangur lýðræðiskjörinna fulltrúa í borgarstjórn. Mikilvægi þess að nákvæmar heimildir séu til staðar um hvað fer fram á borgarstjórnarfundum er óumdeilt. Afar óheppilegt er að tiltekinn bútur af myndbandsupptöku af borgarstjórnarfundi 2. maí sl. er alfarið glataður. Skýringar á hvernig það gat gerst eru ekki óhyggjandi. Svona tilvik má ekki endurtaka sig.

    Helgi Áss Grétarsson og Þorvarður Goði Guðrúnarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23010103

Fundi slitið kl. 10:36

Magnea Gná Jóhannsdóttir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf