Forsætisnefnd
Ár 2023, föstudaginn 28. apríl, var haldinn 324. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn á Vinnustofu Kjarval og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Árelía Eydís Guðmundsóttir, Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Undirbúningur fyrir fundi borgarstjórnar 2. maí 2023 - MSS230100
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. maí 2023. MSS23010044
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2023 – fyrri umræða.
b) Tillaga um hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf., sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. apríl 2023.
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sölu Ljósleiðarans ehf.Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Forsætisnefnd samþykkir að við fyrri umræðu um ársreikning verði ræðutími rýmkaður í 30 mínútur og eingöngu oddvitar taka til máls, einu sinni hver.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. apríl 2023, varðandi húsreglur.
Samþykkt.
Jafnframt er samþykkt að skipa fulltrúa skrifstofu borgarstjórnar, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og þjónustu- og nýsköpunarsviðs í starfshóp sem skal semja reglur um aðgang og starfsemi í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar. Erindisbréf hópsins verður lagt fram til kynningar í forsætisnefnd. MSS23020172- Kl.10:35 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundi og Magnea Gná Jóhannsdóttir tekur þar sæti.
- Kl. 10:39 aftengist Magnús Davíð Norðdahl fjarfundarbúnaði og tekur sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf viðburðarstjórnar Ráðhússins, dags. 26. apríl 2023, þar sem reglur um hjónavígslur í Ráðhúsinu eru sendar forsætisnefnd til staðfestingar. MSS23040216
Tinna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. apríl 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. apríl 2023 á tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um borgaraþing um leikskóla og umönnum ungra barna. MSS23040113
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:07
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf
Líf Magneudóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 28.4.2023 - Prentvæn útgáfa