Forsætisnefnd - Fundur nr. 324

Forsætisnefnd

Ár 2023, föstudaginn 28. apríl, var haldinn 324. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn á Vinnustofu Kjarval og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Árelía Eydís Guðmundsóttir, Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Undirbúningur fyrir fundi borgarstjórnar 2. maí 2023 - MSS230100

    Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. maí 2023. MSS23010044

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: 
    a)    Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2023 – fyrri umræða. 
    b)    Tillaga um hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf., sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. apríl 2023.
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sölu Ljósleiðarans ehf.

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd samþykkir að við fyrri umræðu um ársreikning verði ræðutími rýmkaður í 30 mínútur og eingöngu oddvitar taka til máls, einu sinni hver.

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. apríl 2023, varðandi húsreglur.
    Samþykkt.
    Jafnframt er samþykkt að skipa fulltrúa skrifstofu borgarstjórnar, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og þjónustu- og nýsköpunarsviðs í starfshóp sem skal semja reglur um aðgang og starfsemi í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar. Erindisbréf hópsins verður lagt fram til kynningar í forsætisnefnd. MSS23020172

    -    Kl.10:35 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundi og Magnea Gná Jóhannsdóttir tekur þar sæti.

    -    Kl. 10:39 aftengist Magnús Davíð Norðdahl fjarfundarbúnaði og tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf viðburðarstjórnar Ráðhússins, dags. 26. apríl 2023, þar sem reglur um hjónavígslur í Ráðhúsinu eru sendar forsætisnefnd til staðfestingar. MSS23040216

    Tinna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. apríl 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. apríl 2023 á tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um borgaraþing um leikskóla og umönnum ungra barna. MSS23040113

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:07

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf

Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 28.4.2023 - Prentvæn útgáfa