Forsætisnefnd - Fundur nr. 323

Forsætisnefnd

Ár 2023, föstudaginn 14. apríl, var haldinn 323. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:02. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. apríl 2023.
    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um mótun stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík
    b)    Umræða um fjárhag Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um borgaraþing um leikskóla og umönnun ungra barna
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að stafrænt ráð verði lagt niður
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úttekt og rekjanleikagreiningu á rusli frá rekstri Reykjavíkurborgar
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um meðferð fyrirspurna
    g)    Umræða um vanrækslu á viðhaldi skólahúsnæðis í Reykjavík og tengd vandamál (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    h)    Umræða um Fossvogsbrú (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) MSS23010044

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. apríl 2023, varðandi veikindaleyfi Guðnýjar Maju Riba varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. MSS22110190

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi UNICEF á íslandi, dags. 28. september 2022, um ungmennaráð ásamt umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. mars 2023. MSS22090221

    Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum leggja fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd barst erindi frá UNICEF á Íslandi þar sem hvatt var til þess að fjölga tækifærum barna til þess að hafa áhrif innan sveitarfélagsins. 12 góð ráð voru dregin fram. Forsætisnefnd sendi erindið til ungmennaráðs Reykjavíkur og óskaði eftir umsögn ungmennaráðs borgarinnar sem barst forsætisnefnd í febrúar. Óskaði þá forsætisnefnd eftir því að skrifstofa borgarstjórnar færi yfir málið. Forsætisnefnd vill þakka UNICEF og ungmennaráði Reykjavíkurborgar ásamt skrifstofu borgarstjórnar fyrir góða vinnu og beinir því til fagráða og íbúaráða að kalla í auknum mæli eftir umsögnum eða viðbrögðum frá Reykjavíkurráði ungmenna og ungmennaráðum eftir atvikum þegar mál sem varða börn og ungmenna er til afgreiðslu á þeirra vettvangi. Einnig beinir forsætisnefnd því til Reykjavíkurráðs ungmenna að koma með tillögur að fyrirkomulagi fyrir slíkt samráð sem yrði bæði raunhæft og framkvæmanlegt. Forsætisnefnd leggur einnig áherslu á að samskiptateymi borgarinnar skoða hvað má gera til að kynna betur starf ungmennaráða og skoða hvernig koma má á virku samstarfi milli Reykjavíkurráðs ungmenna og samskiptateymis. Að lokum óskar forsætisnefnd eftir því við skrifstofu borgarstjórnar að halda úti yfirliti yfir tillögur fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og uppfæra jafnóðum á meðan að beðið er eftir varanlegri tæknilausn.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi innviðaráðuneytis, dags. 15. mars 2023, varðandi hvatningu vegna tillagna um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. MSS22030173

    Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Forsætisnefnd þakkar innviðaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga erindið og hvatninguna, forsætisnefnd mun rýna erindið á vinnudegi.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs, dags. 21. mars 2023, varðandi tilraunaverkefni vegna funda skóla- og frístundaráðs og breyttan fundatíma. SFS23030106

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, ódagsett, yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar á tímabilinu september 2022-mars 2023.

    Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23020176

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta borgarstórnar, dags. 12. apríl 2023:

    Lagt er til að forsætisnefnd samþykki meðfylgjandi aðgerðaáætlun atvinnu- og nýsköpunarstefnu 2023-2024 með áorðnum breytingum. Aðgerðaáætlunin inniheldur 26 aðgerðir sem skiptast niður á sex stefnuáherslu.

    Samþykkt. 
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Hulda Hallgrímsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22010337

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á markaðs- og áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins.

    –    Kl. 11:19 víkur Líf Magneudóttir af fundi.

    Björn H. Reynisson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS21120157

Fundi slitið kl. 11:25

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 14.4.2023 - Prentvæn útgáfa