Forsætisnefnd - Fundur nr. 32

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 15. desember, var haldinn 32. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.45. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Jafnframt sat fundinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Margrét Sverrisdóttir og Gunnar Eydal sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m. varðandi breytingar á samþykktum nefnda og ráða.
Vísað til borgarstjórnar.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. desember.
Forsætisnefnd óskar jafnframt að tekið verði tekin á dagskrá sem sérstakur dagskrárliður, tillaga að samþykkt um innkauparáð ásamt tillögu að minni háttar breytingum á fimm öðrum samþykktum nefnda og ráða, sbr. bréf lögfræðiskrifstofu frá 30. nóv. og skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m.

3. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, dags. í dag, sem afgreidd hafa verið af skrifstofustjóra borgarstjórnar, sbr. liði 4-7.
Liður 2 – móttaka v Brunavarðafélags Reykjavíkur. Samþykktur fjárstuðningur kr. 450.000.
Lið 1 v/Hönnunarvettvangs og lið 3 v/Iðnskólans í Reykjavík, hafnað.


Fundi slitið kl. 13.00


Alfreð Þorsteinsson
Stefán Jón Hafstein Árni Þór Sigurðsson