Forsætisnefnd - Fundur nr. 31

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 1. desember, var haldinn 31. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.25. Viðstaddur var Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur og afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag.
1.-3. lið frestað.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. desember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Fjárhagsáætlun 2006; síðari umræða.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. f.m. ásamt tillögum að nýrri samþykkt fyrir innkauparáð og breytingum á samþykktum fyrir barnaverndarnefnd, umhverfisráð, framkvæmdaráð, menntaráð og menningar- og ferðamálaráð, vísað til forsætisnefndar á fundi borgarráðs fyrr í dag.
Frestað.

Fundi slitið kl 13.45

Stefán Jón Hafstein