Forsætisnefnd - Fundur nr. 318

Forsætisnefnd

Ár 2023, föstudaginn 3. febrúar, var haldinn 318. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Sabine Leskopf og Stefán Pálsson. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Andrea Helgadóttir og Kristinn Jón Ólafsson. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ólöf Magnúsdóttir og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. febrúar 2023. MSS23010044

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um samkeppnishæfni borga (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um foreldrastyrk

    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg vinni gegn frekari útvistun hjá Strætó

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um friðlýsingu Esjuhlíða

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um heimgreiðslur til foreldra í ljósi manneklu á leikskólum

    f)    Umræða um Klapp greiðslukerfi Strætó (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    g)    Umræða um orsakir skólaforðunar og viðbrögð skólayfirvalda og fagfólks (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)

    h)    Kosning í skóla- og frístundaráð

    i)    Kosning í heilbrigðisnefnd

    j)    Kosning í öldungaráð

    k)    Kosning í íbúaráð Kjalarness 

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2023, varðandi tillögu að breytingu á samþykkt fyrir öldungaráð. MSS23010279

    Frestað.

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2023, varðandi fæðingarorlof Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata. MSS23010273

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2023, varðandi veikindaleyfi Guðnýjar Maju Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. MSS22110190

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samning Ljósleiðarans við Sýn og aðra viðskiptasamninga, sbr. 26.  lið fundargerðar borgarstjórnar frá 17. janúar 2023.

    Vísað til borgarráðs. MSS23010191

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. janúar 2023, varðandi styrk frá rannsóknar- og þróunarverkefni AMIGOS, ásamt fylgiskjölum. MSS22090044

    Vísað til borgarráðs og stafræns ráðs.

    Óli Örn Eiríksson og Kristrún Th. Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á stöðu framkvæmda á Tjarnargötu 12. MSS23010284

  8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir samantekt á öllum fyrirspurnum og tillögum sem enn er ósvarað sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði og fagráðum borgarinnar á þessu og síðasta kjörtímabili.

    Vísað til umsagnar hjá skrifstofu borgarstjórnar vegna borgarráðs og til viðkomandi fagsviða fyrir fagráð Reykjavíkurborgar. MSS23020023

Fundir slitið kl. 11:37

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 3.2.2023 - Prentvæn útgáfa