No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2023, föstudaginn 13. janúar, var haldinn 317. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Sabine Leskopf og Stefán Pálsson. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. janúar 2023.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um málefni Ljósleiðarans ehf.
b) Umræða um samkomulag um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. janúar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um nýtingu húsnæðis á Hlíðarenda
d) Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um kostnaðar- og verkáætlun fyrir ritun sögu Reykjavíkur
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hámarksdvalartíma barna í leikskólum
f) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi
g) Umræða um samgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
h) Umræða um manneklu í leikskólum borgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
i) Kosning í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur; varaformannskjör -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. janúar 2023, varðandi breytingu á fundadagatali reglulegra funda borgarstjórnar, borgarráðs og fagráða fyrir yfirstandandi kjörtímabil vegna menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. janúar 2023, þar sem tilkynnt er um framlengingu á veikindaleyfi Guðnýjar Maju Riba varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar til 3. febrúar nk.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. janúar 2023, varðandi beiðni Jórunnar Pálu Jónasdóttur varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tímabundna lausn frá störfum til 17. júlí 2023.
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. janúar 2023, varðandi framlög til stjórnmálasamtaka sem eiga sæti í borgarstjórn fyrir árið 2023, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. janúar 2023 varðandi beiðni Þórðar Gunnarsson um tímabundna lausn frá störfum til 1. janúar 2024.
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:06
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf
Stefán Pálsson