Forsætisnefnd
Ár 2022, föstudaginn 2. desember, var haldinn 314. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06. Viðstödd voru Magnea Gná Jóhannsdóttir, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. desember 2022.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 ásamt greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs, síðari umræða, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október
b) Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2023-2027, síðari umræða, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október
c) Fjármálastefna Reykjavíkurborgar fyrir 2023-2027, síðari umræða, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október MSS22010058 -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. nóvember 2022, þar sem tilkynnt er um veikindaleyfi Guðnýjar Maju Riba varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar til 3. janúar nk. MSS22110190
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. desember 2022, þar sem tilkynnt er að Rannveig Ernudóttir sé nýr formaður borgarstjórnarflokks Pírata. MSS22010060
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. nóvember 2022, varðandi afgreiðslu skóla- og frístundaráðs frá 7. nóvember 2022 á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um að auka aðgengi nemenda að getnaðarvörnum og auka kynfræðslu í grunnskólum, ásamt fylgiskjölum. MSS22020119
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. nóvember 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fyrirkomulag á greiðslu fyrir fundarsetu varamanna, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 11. nóvember 2022. MSS22110093
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 14. nóvember 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um verkefni atvinnu- og borgarþróunarteymis, sbr. 10. lið fundargerðar stafræns ráðs frá forsætisnefndar frá 24. ágúst 2022. ÞON22080053
Fylgigögn
-
Lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands merktar J1-J8 við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023. ITR22090004
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins merktar F1-F17 við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023.
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:55
Magnea Gná Jóhannsdóttir Pawel Bartoszek
Marta Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir
PDF útgáfa fundargerðar
5 1 1 Forsætisnefnd_0212.pdf