Forsætisnefnd - Fundur nr. 314

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 2. desember, var haldinn 314. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06. Viðstödd voru Magnea Gná Jóhannsdóttir, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. desember 2022.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a) Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 ásamt greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs, síðari umræða, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október

    b) Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2023-2027, síðari umræða, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október

    c) Fjármálastefna Reykjavíkurborgar fyrir 2023-2027, síðari umræða, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október MSS22010058

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. nóvember 2022, þar sem tilkynnt er um veikindaleyfi Guðnýjar Maju Riba varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar til 3. janúar nk. MSS22110190

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. desember 2022, þar sem tilkynnt er að Rannveig Ernudóttir sé nýr formaður borgarstjórnarflokks Pírata. MSS22010060

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. nóvember 2022, varðandi afgreiðslu skóla- og frístundaráðs frá 7. nóvember 2022 á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um að auka aðgengi nemenda að getnaðarvörnum og auka kynfræðslu í grunnskólum, ásamt fylgiskjölum. MSS22020119

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. nóvember 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fyrirkomulag á greiðslu fyrir fundarsetu varamanna, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 11. nóvember 2022. MSS22110093

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 14. nóvember 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um verkefni atvinnu- og borgarþróunarteymis, sbr. 10. lið fundargerðar stafræns ráðs frá forsætisnefndar frá 24. ágúst 2022. ÞON22080053

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands merktar J1-J8 við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023. ITR22090004

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins merktar F1-F17 við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023. 

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:55

Magnea Gná Jóhannsdóttir Pawel Bartoszek

Marta Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
5 1 1 Forsætisnefnd_0212.pdf