Forsætisnefnd - Fundur nr. 313

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 11. nóvember, var haldinn 313. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í fjarfundi með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og hófst kl. 08:08. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sabine Leskopf, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. nóvember 2022. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a.    Umræða um málefni og þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
    b.    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fyllt verði að nýju í Árbæjarlón
    c.    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um mælaborð vegna eineltis og annarra ofbeldismála
    d.    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum árið 2023
    e.    Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að fjárhagsaðstoð hækki með vísitölu
    f.    Umræða um biðskýlin í borginni (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    g.    Kosning í þriggja fulltrúa í umdæmisráð Barnaverndar Reykjavíkur til 5 ára og þriggja til vara; formannskjör. MSS22010058

  2. Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 21. október 2022, varðandi staðfestingu á breytingu á viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS22080219

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að samþykkt fyrir umdæmisráð Barnaverndar Reykjavíkur.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS22010335

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvernig greiðslum og greiðslufyrirkomulagi er háttað fyrir fulltrúa flokka sem ekki eru kjörnir fulltrúar en taka sæti á fundum ráða eða nefnda í forföllum kjörinna fulltrúa. Hver er upphæðin fyrir setu á fundum og hvað tekur langan tíma að fá þær greiddar? Hvernig er greiðsla reiknuð út ef viðkomandi situr hluta af fundi?

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar. MSS22110093

Fundi slitið kl. 08:36

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir
Stefán Pálsson

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Forsaetisnefnd_1111.pdf