Forsætisnefnd - Fundur nr. 311

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 14. október, var haldinn 311. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn á Hilton Nordica og hófst kl. 11:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir og Andrea Jóhanna Helgadóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ólöf Magnúsdóttir og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. september 2022. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a. Umræða um samræmda móttöku Reykjavíkurborgar á flóttafólki
    b. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um styrki til rafíþróttadeilda í Reykjavík
    c. Umræða um aðgerðir til að mæta stöðu heimilislausra (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
    d. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stofnun stýrihóps til að bregðast við auknum vopnaburði meðal unglinga
    e. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um aukin fjárframlög með börnum í sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólum.
    f. Kosning í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð. MSS22010058

  2. Lagt fram fundadagatal borgarstjórnar og forsætisnefndar fyrir seinni hluta 2022 og 2023. MSS22010060. MSS22010060

  3. Lögð fram að nýju tillaga forseta borgarstjórnar, dags. 15. september 2022, um tilraunaverkefni um breytt fyrirkomulag funda borgarstjórnar, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 16. september 2022.
    Frestað. MSS22010060

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. október 2022, varðandi yfirlit yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar 2022. MSS21120135

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Athygli vekur að ekki kemur fram sundurliðaður kostnaður við móttökurnar og því er óskað eftir að framvegis verði það gert þegar yfirlit er lagt fram.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er fram yfirlit yfir móttökur sem spannar frá mars til september 2022. Gott hefði verið ef sundurliðun fylgdi hverjum lið fyrir sig og heildarkostnaður. Það vekur athygli að viðburðurinn stjórnendadagur Reykjavíkurborgar kostaði kr. 1.117.233. Fjármál borgarinnar hafa sennilega aldrei verið eins slæm og nú og víða er hart í ári. Gæta þarf aðhalds í þessu eins og í öðru. Það hafa ekki allir borgarbúar það gott. Allt of margir ná ekki endum saman. Sjálfsagt er að styrkja viðburði af fjölbreyttu tagi og niðurgreiða aðra, en þetta er þó alltaf spurning um hóf og skynsemi og að ávallt sé reynt að fara sem best með útsvarsfé borgarbúa.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. október 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um móttökur á árinu 2022 sbr. 20. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. september 2022. MSS21120135

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á stöðu öryggismála í Ráðhúsi og Tjarnargötu 12.

    Þorsteinn Gunnarsson og Magnús Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum leið með rafrænum hætti. MSS21120237

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta borgarstjórnar, dags. 12. september 2022:

    Lagt er til að forsætisnefnd samþykki að styrkja Iceland Innovation Week (IIW) um 2,5 m.kr. næstu tvö ár (2023 og 2024) og taki auk þess virkan þátt í hátíðinni sem og Nordic Startup Awards með vísan til samþykktar borgarráðs þann 6. maí 2021 um að gerast einn af burðarstólpum hátíðarinnar 2021-2023. Auk fjárframlags er lagt til að samþykkt verði að Reykjavíkurborg leggi til húsnæði fyrir móttöku með þeim sem tilnefndir eru til Nordic Startup Awards og samstarfsaðilum hátíðarinnar, aðstoði við markaðssetningu á kynningarsvæðum og miðlum sínum og nýti hátíðina sem vettvang til samræðna, samstarfs og kynningar á eigin nýsköpunarverkefnum. Kostnaður verður færður af kostnaðarstað 09207.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. MSS22090037

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. október 2022, varðandi Tjarnargötu 12 og breytingu á starfsaðstöðu borgarfulltrúa. MSS22010060

    -    Kl. 12:30 víkur Magnús Davíð Norðdahl af fundinum.
    -    Kl. 12:48 víkur Líf Magneudóttir af fundinum. 

  9. Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 22. september 2022, varðandi staðfestingu á samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019.. MSS22080219

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 20. september 2022, sbr. afgreiðslu velferðarráðs á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur.. MSS22020120

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
     
    Fulltrúa Flokks fólksins finnst miður hvernig tillaga ungmennaráðs Árbæjar og Holta var afgreidd af meirihluta velferðarráðs. Tillagan gekk út á að „aðgengi unglinga að sálfræðiþjónustu í öllum grunnskólum yrði bætt“. Án samráðs við minnihluta velferðarráðs var lögð fram breytingartillaga um að „heilsugæslusálfræðingar fengju afnot af skólahúsnæði til að geta veitt nemendum meðferð“. Þetta er auðvitað fráleitt enda hafa heilsugæslusálfræðingar aðsetur á heilsugæslu og eiga auk þess fullt í fangi með að halda í við biðlista á heilsugæslu. Á þetta reyndi Flokkur fólksins að benda á en fékk bágt fyrir. Sjálfsagt er að eiga reglulegt samtal við Heilsugæsluna en eins og fram kemur hjá fulltrúa Heilsugæslunnar þá er ekki neitt „svigrúm til þess að sálfræðingar heilsugæslunnar vinni á vettvangi skólanna enda grundvallast þjónusta sálfræðinga heilsugæslunnar á öðrum lögum og reglugerðum en skólaþjónusta sveitarfélaga”. Hér hefði mátt spara spor og leiðindi ef höfð hefði verið samvinna við minnihlutann í velferðarráði. Þá hefði verið hægt að afgreiða þessa ágætu tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta af meiri skynsemi og með raunhæfari hætti. Eitt af því sem Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til er að aðsetur skólasálfræðinga verði alfarið í skólum. Það myndi gera vinnu þeirra markvissari, spara fjármagn og skapa faglega nálægð milli skólasálfræðinganna og nemendanna.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Þann 24. ágúst sl. lagði fulltrúi sósíalista fram fyrirspurn í stafrænu ráði, sem fer með lýðræðis- og gagnsæismál, um verkefni atvinnu- og borgarþróunarteymis. Þeirri fyrirspurn var vísað til meðferðar forsætisnefndar þann 14. september. Fulltrúi sósíalista spyr hvenær von er á því að sú fyrirspurn verði afgreidd. ÞON22080053

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. október 2022, þar sem tilkynnt er um að Andrea Helgadóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur og að Ásta taki sæti sem áheynrarfulltrúi til vara í stað Andreu. MSS22060046

    Fylgigögn

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar:

    Forsætisnefnd samþykkir að fela þjónustu- og nýsköpunarsviði að útfæra stafræna lausn fyrir atkvæðagreiðslur og mælendaskrá á fundum borgarstjórnar.

    Samþykkt. MSS22010060

Fundi slitið kl. 12:53

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Sara Björg Sigurðardóttir Marta Guðjónsdóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir