Forsætisnefnd
Ár 2022, föstudaginn 16. september, var haldinn 310. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Skúli Helgason og Stefán Pálsson. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. september 2022. MSS22010058
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:a. Umræða um málefni barna 0-6 ára (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
b. Umræða um stöðu skóla- og íþróttamála í Laugardal (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
c. Umræða um hvort bruðl og sóun hafi átt sér stað í stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
d. Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að tryggja jöfn tækifæri barna til þátttöku í frístundastarfi
e. Umræða um boðaða sölu Orku náttúruinna á rekstur og þjónustudeild götulýsinga (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna)
f. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að stemma stigu við hættulegum hraðaakstri á göngu- og hjólastigum
g. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun snjallra gangbrauta við fjölfarnar gönguleiðir barna í Reykjavík
h. Kosning í borgarráð
i. Kosning í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
k. Kosning í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
l. Kosning í fjölmenningarráð
m. Kosning í heilbrigðisnefnd
n. Kosning í íbúaráð Kjalarness
o. Kosning í íbúaráð Miðborgar og Hlíða -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. september 2022, þar sem tilkynnt er um nýjan framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. MSS22010060
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. september 2022, þar sem tilkynnt er um veikindaleyfi Trausta Breiðfjörð Magnússonar borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. MSS22090089
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga forseta borgarstjórnar, dags. 15. september 2022, um tilraunaverkefni um breytt fyrirkomulag funda borgarstjórnar.
Frestað. MSS22010060 -
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir heilbrigðisnefnd, ásamt fylgiskjölum, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. september.
Vísað til borgarstjórnar. MSS22080228Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir kjaranefnd, ásamt fylgiskjölum, sbr. 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. september.
Vísað til borgarstjórnar. MSS22080216Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð, ásamt fylgiskjölum, sbr. 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. september.
Vísað til borgarstjórnar. MSS22080226Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð er að taka miklum breytingum. Búið er að taka stafrænum málin úr því og setja í sér ráð og inn er kominn málaflokkur ofbeldis sem áður átti sína eigin nefnd. Þessar breytingar eru umdeildar og allsendis óvíst hvort þessi breyting verður til góðs eða ekki. Hætta er á að ofbeldis- málaflokkurinn fái mun minna vægi en áður þegar hann hafði sérstaka umgjörð. Ef samþykktin er skoðuð, rekur fulltrúi Flokks fólksins augun í að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð skuli hafa eftirlit með rekstri mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. Flokkur fólksins veltir því fyrir sér hvað þetta þýðir, hversu umfangsmikið er þetta eftirlit? Ráðið á einnig að stuðla að hvers lags upplýsingagjöf. Þetta er einnig óljóst. Er átt við upplýsingagjöf til borgarbúa? Mikið er af kynningum í ráðinu en þær upplýsingar ná ekki eyrum borgarbúa enda fundir ráðsins lokaðir. Fulltrúi Flokks fólksins vill sjá mannréttindaráðið aflmeira og virkara en það hefur verið. Vera meira vakandi yfir hvar pottur er brotinn og hvar er mögulega verið að brjóta mannréttindi á fólki. Ráðið þarf einnig að láta sig alla hópa samfélagsins varða, efnaminni og fátæka, eldra fólk, börnin sem bíða á biðlistum, fatlað fólk og öryrkja. Ráðið getur beitt sér af krafti og í mörgum málum og óskað eftir samvinnu við önnur fagráð.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir stafrænt ráð, ásamt fylgiskjölum, sbr. 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. september.
Vísað til borgarstjórnar. MSS22080221Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir umhverfis- og skipulagsráð, ásamt fylgiskjölum, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. september.
Vísað til borgarstjórnar. MSS22080227Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr. 18. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. september 2022.
Vísað til borgarstjórnar. MSS220802199Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. september 2022, þar sem tilkynnt er að Andrea Jóhanna Helgadóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi til vara í forsætisnefnd. MSS22060040
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. september 2022, þar sem tilkynnt er að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Trausta Breiðfjörð Magnússonar og að Andrea Jóhanna Helgadóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi til vara í ráðinu í stað Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. MSS22060046
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:06
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skúli Helgason
Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir
Líf Magneudóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsaetisnefnd_1609.pdf