Forsætisnefnd - Fundur nr. 308

Forsætisnefnd

Ár 2022, fimmtudaginn 16. júní, var haldinn 308. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:06 Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Magnús Davíð Norðdahl, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. júní 2022. MSS22010058

    - Kl. 10:11 tekur Einar Þorsteinsson sæti á fundinum.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að breyttu hlutverki forsætisnefndar

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að stofnun mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs

    c)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að stofnun stafræns ráðs

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að vagnstjórar sitji í stjórn Strætó bs.

    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að farþegar sitji í stjórn Strætó bs.

    g)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að veita lágtekjuheimilum sértæka aðstoð vegna gjalda tengdum börnum

    h)    Kosning sjö fulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör

    i)    Kosning sjö fulltrúa í stafrænt ráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör

    j)    Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð 

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2022, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 7. júní 2022 hafi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verið kjörin forseti borgarstjórnar til eins árs og að Magnea Gná Jóhannsdóttir, Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir hafi verið kjörnar 1., 2., 3. og 4. varaforsetar borgarstjórnar til eins árs. MSS22060040

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2022, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 7. júní 2022 hafi Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Trausti Breiðfjörð Magnússon verið kosnir skrifarar borgarstjórnar og Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir til vara. MSS22060040

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2022, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 7. júní 2022 hafi verið samþykkt að Pawel Bartoszek, Gísli S. Brynjólfsson, Stefán Pálsson, Skúli Helgason og Hildur Björnsdóttir taki sæti sem varamenn í forsætisnefnd. MSS22060040

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. maí 2022, varðandi tilnefningu áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd þar sem fram kemur að Alexandra Briem, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir verði áheyrnarfulltrúar og Magnús Davíð Norðdahl, Helga Þórðardóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon verði áheyrnarfulltrúar til vara. MSS22060040

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júní 2022, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 7. júní 2022 á tillögu um stofnun umhverfis- og skipulagsráðs. MSS22060046

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júní 2022, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 7. júní 2022 á tillögu um stofnun heilbrigðisnefndar. MSS22060075

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar, dags. 14. júní 2022:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulega borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella sbr. ákvæði 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga. MSS22060122

    Vísað til borgarstjórnar. 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. júní 2022, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki fundadagatal með leiðbeinandi tímum reglulegra funda borgarstjórnar, borgarráðs og fagráða fyrir yfirstandandi kjörtímabil.

    Samþykkt. MSS22010060

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2022, varðandi framlög til stjórnamálasamtaka í borgarstjórn júní-desember 2022, ásamt fylgiskjölum. MSS22060123

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2022, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd staðfesti reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. MSS22060124

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2022, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd meti hvort ástæða er til endurskoðunar gildandi siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. MSS22060077

    Forsætisnefnd telur ekki ástæðu til endurskoðunar gildandi siðareglna, telur að þær skuli halda gildi sínu og leggur til að þeim verði vísað til staðfestingar borgarstjórnar.

    Samþykkt. 

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2022, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd feli skrifstofu borgarstjórnar að leita leiða til að rauntímatexta fundi borgarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili. MSS22060125

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. júní 2022, varðandi undirbúning vegna endurskoðunar samþykkta fyrir umhverfis- og skipulagsráð, heilbrigðisnefnd, mannréttindaráð og stafrænt ráð og endurskoðun á ákvæðum í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS22010060

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. júní 2022, þar sem forsætisnefnd er tilkynnt að skrifstofa borgarstjórnar og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa hafa óskað eftir hönnunarútfærslu og kostnaðaráætlun breytinga vegna bætts aðgengis í skrifstofuaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12. MSS22010060

    Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd tekur undir nauðsyn þess að lagfæra aðgengismál í Ráðhúsi og í vinnuaðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 12. Eins og fram kemur í erindi skrifstofu borgarstjórnar hefur vinna við hönnunarútfærslu og kostnaðaráætlun breytinga vegna bætts aðgengis á öllum hæðum í Tjarnargötu 12, með fatlaða og hreyfihamlaða einstaklinga í huga, hvort sem viðkomandi styðjist við hjólastóla eða hækjur, verið sett af stað. Forsætisnefnd beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að flýta þessari vinnu eins og unnt er, svo hægt verði að hefja framkvæmdir.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. júní 2022, þar sem tilkynnt er að Andrea Jóhanna Helgadóttir varaborgarfulltrúi taki við formennsku borgarstjórnarflokks Sósíalistaflokks Íslands. MSS22010060

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. júní 2022, þar sem tilkynnt er að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi taki við formennsku borgarstjórnarflokks Vinstri grænna. MSS22010060

    Fylgigögn

  18. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Óskað er eftir því að forsætisnefnd taki til umræðu vinnuaðstöðu kjörinna fulltrúa í Tjarnargötu 12. Markmiðið verði að finna lausnir sem henta þörfum borgar- og varaborgarfulltrúa. MSS22060139

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:34

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Einar Þorsteinsson

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1606.pdf