Forsætisnefnd - Fundur nr. 307

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 20. maí, var haldinn 307. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:3x. Viðstödd voru Alexandra Briem, Ragna Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Diljá Ámundadóttir Zoëga, Vigdís Hauksdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 24. maí 2022.

  Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

  a)    Endurskoðun Jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. maí
  b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun lóða fyrir grunnþjónustu borgarinnar
  c)    Umræða um vanda næturlífsins vegna næturklúbba í Reykjavík og mögulegar lausnir (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
  d)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um aukið fjármagn til uppbyggingar svæðis Bása og Fyssu í Grasagarðinum
  e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um viðveru sálfræðinga í öllum grunnskólum borgarinnar

  -    Kl. 11:00 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.

 2. Lögð fram svohljóðandi tillaga ásamt fylgiskjölum:

  Lagt er til að borgarstjórn samþykki að breyta staðarmörkum Reykjavíkur þannig að lóð sem nú fellur bæði innan jarðanna Stardals og Írafells og þar með innan staðarmarka bæði Reykjavíkur og Kjósarhrepps verði einungis innan staðarmarka Reykjavíkur. Jafnframt er lagt til að borgarstjórn samþykki að veita borgarstjóra heimild til að undirrita hjálagt samkomulag f.h. Reykjavíkurborgar um breytingu á staðarmörkum Reykjavíkur gagnvart Kjósarhreppi með framangreindum hætti. 
  Vísað til borgarstjórnar.
  Greinargerð fylgir tillögunni.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa:

  Forsætisnefnd hvetur þá forsætisnefnd sem tekur við til að taka til skoðunar fundartíma og tímalengd funda borgarstjórnar, en með fjölgun flokka og fjölgun borgarfulltrúa hefur lengd funda aukist mjög. Forsætisnefnd hvetur til að leitað verði leiða til að gera vinnutíma borgarstjórnar fjölskylduvænni fyrir borgarfulltrúa og starfsfólk borgarstjórnar, t.a.m. með því að skoða hvort grundvöllur sé fyrir að byrja fundi borgarstjórnar fyrr og enda þá fyrr.

  Samþykkt.

  Fundi slitið klukkan 11:35

  Alexandra Briem Marta Guðjónsdóttir