Forsætisnefnd - Fundur nr. 306

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 29. apríl, var haldinn 306. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:41. Viðstödd voru Alexandra Briem, Ragna Sigurðardóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Diljá Ámundadóttir Zoëga, og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. maí 2022.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 26. apríl 2022 – síðari umræða

    b)    Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. apríl 2022

    c)    Forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarf, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. apríl 2022

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um markvissa heilsueflingu fyrir eldri íbúa í Reykjavík

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um tilraunaverkefni um gjaldfrjálsan Strætó

    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Félagsbústaðir byggi 3.000 íbúðir

    g)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um samræðu um húsnæðismarkaðinn við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

    -    kl. 10:47 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrst á dagskrá fundarins verður síðari umræða um ársreikning 2021. Borgarstjóri hefur umræðuna og lýkur henni. Öðrum borgarfulltrúum sem óska eftir að taka til máls, er raðað á mælendaskrá af skrifstofu borgarstjórnar, sem skal við uppröðunina taka mið af stærð flokka. Ræðutími oddvita skal vera 15 mínútur, en ræðutími annarra borgarfulltrúa 8 mínútur. Hver borgarfulltrúi tekur til máls einu sinni. Andsvör verða heimil í samræmi við fundarsköp borgarstjórnar.

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar, dags. 27. apríl 2022:

    Forsætisnefnd leggur til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulegan fund

    borgarstjórnar sem halda skal þann 17. maí 2022 með vísan til heimildar í 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 139/2011 í samræmi við fundadagatal borgarstjórnar fyrir starfsárið 2022. Boðað verður til aukafundar borgarstjórnar þriðjudaginn 24. maí 2022. 

    Vísað til borgarstjórnar.

     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 27. apríl 2022, varðandi staðfestingu ráðuneytisins á breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 vegna kjaranefndar og umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 27. apríl 2022, varðandi staðfestingu ráðuneytisins á breytingu á viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 10:56

Alexandra Briem Líf Magneudóttir

Marta Guðjónsdóttir