Forsætisnefnd - Fundur nr. 304

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 11. mars, var haldinn 304. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:36. Viðstödd voru Alexandra Briem, Sabine Leskopf, Ragna Sigurðardóttir og Eyþór Laxdal Arnalds. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir Zoëga, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ívar Vincent Smárason, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Karen Gyða Guðmundsdóttir og Hulda Hólmkelsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. mars 2022. MSS22010058

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um tillögur stýrihóps um uppbyggingu leikskóla, sbr. 16. lið borgarráðs frá 3. mars (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna) 
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanleg skólaskil
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um ljósastýringarmál 
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg beiti sér gegn spilakössum
    e)    Umræða um aðkomu Reykjavíkur að fjölþættri aðstoð fyrir flóttamenn frá Úkraínu (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    f)    Kosning varamanns í forsætisnefnd

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. mars 2022, þar sem tilkynnt er að Líf Magneudóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur. MSS22020041

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars 2022, sbr. samþykkt borgarstjórnar á ályktunartillögu um málefni Úkraínu frá 1. mars 2022. MSS22030017

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. mars 2022, um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 vegna umdæmisráðs barnaverndar og kjaranefndar, ásamt fylgiskjölum. MSS21120197
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að mætingar borgarfulltrúa verði teknar saman, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 11. febrúar 2022. Einnig er kynnt yfirlit skrifstofu borgarstjórnar um mætingar borgarfulltrúa 2018-2022. MSS22020147
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:26

Alexandra Briem Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1103.pdf