Forsætisnefnd - Fundur nr. 303

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 25. febrúar, var haldinn 303. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:37. Viðstaddar voru Alexandra Briem og Ragna Sigurðardóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Elín Oddný Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn með rafrænum hætti áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ívar Vincent Smárason og Hulda Hólmkelsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. mars 2022. MSS22010058

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um málefni Úkraínu (að beiðni borgarstjórnar)
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanleg skólaskil
    c)    Umræða um endurskoðun þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og drög að aðgerðaáætlun (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um ljósastýringarmál 
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg beiti sér gegn spilakössum
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á eftirliti með skólaforðun
    g)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um umræðu um húsnæðismarkaðinn við SSH
    h)    Kosning í velferðarráð

  2. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað borgarritara og skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 18. febrúar 2022, um öryggismál kjörinna fulltrúa. MSS21120237

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. febrúar 2022, þar sem forsætisnefnd er tilkynnt um afgreiðslu skipulags- og samgönguráðs á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. MSS22020022

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:28

Alexandra Briem Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_2502.pdf