Forsætisnefnd - Fundur nr. 302

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 11. febrúar, var haldinn 302. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn með rafrænum hætti og hófst kl. 10:35. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Alexandra Briem, Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir Zoëga og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn með rafrænum hætti áheyrnarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn tóku sæti með rafrænum hætti: Helga Björk Laxdal og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. febrúar 2022. MSS22010058

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um samræmingu sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
    b)    Umræða um húsnæðismál í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að neyðarskýli verði opin allan sólarhringinn
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að hefja skógrækt frá Reykjavík að Hengli
    e)    Umræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. febrúar 2022, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 3. febrúar 2022 hafi Ragna Sigurðardóttir verið kjörin varaforseti í stað Arons Levís Beck. MSS22020041

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. febrúar 2022, varðandi veikindaleyfi Ásgerðar Jónu Flosadóttur, varaborgarfulltrúa Flokks fólksins, til og með 1. mars 2022. MSS22020110

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. febrúar 2022, um beiðni Gunnlaugs Braga Björnssonar, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, um tímabundna lausn frá störfum til loka kjörtímabilsins. MSS22020127
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 1. febrúar 2022, þar sem forsætisnefnd er tilkynnt um afgreiðslu starfshóps um kynja- og hinseginfræðslu á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Breiðholts um að börn á miðstigi og unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur fái fræðslu um þungunarrof. MSS22020013

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs, dags. 1. febrúar 2022, sbr. samþykkt ofbeldisvarnarnefndar frá 21. júní 2021 á að útfæra tillöguna í samráði við skóla- og frístundasvið, ásamt fylgiskjölum. Einnig lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 1. febrúar 2022, varðandi útfærslu tillögunnar. MSS22020015

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 1. febrúar 2022, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 11. janúar 2022 á breytingartillögu vegna tillögu fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um að skólasund verði gert að valfagi í grunnskólum Reykjavíkurborgar ef nemandi stenst stöðupróf á unglingastigi, ásamt fylgiskjölum. MSS22020016

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að draga úr kostnaði við veitingar á fundum, sbr. 7. lið forsætisnefndar frá 28. janúar 2022. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. febrúar 2022. MSS22010236
    Samþykkt að vísa tillögunni frá.
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi flokks fólksins vill benda á innihald tillögunnar en málið hefur farið nokkuð út um víðan völl í umræðunni. Áherslan í þessu máli er á að áætla nákvæmar hverjir borða á fundum svo minna verði um afganga og með því er dregið úr líkum á sóun. Einnig þarf aðeins að skoða hvað fulltrúar eru að borða af því sem boðið er upp á. Ef mikill afgangur er t.d. af sætabrauði þá er það ljóst að panta má minna af því.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Því skal haldið til haga að ekki er um mikla matarsóun að ræða á fundum borgarstjórnar. Þegar fundir borgarstjórnar eru fram á kvöld er mikilvægt að fólk fái að borða, bæði kjörnir fulltrúar og það starfsfólk sem vinnur við fundinn. Þá skiptir máli að vita fjölda þeirra sem eru í mat. Fjöldi starfsfólks er alltaf vel þekktur, en fjöldi borgarfulltrúa getur verið eitthvað á reiki, ef fólk er á fjarfundi og tilkynnir ekki tímanlega fyrir fund hvort það verður í húsi eða á fjarfundi. Þó ber ekki mikið á afgöngum og þegar það verður er passað upp á að þeir afgangar nýtist en sé ekki hent.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Forsætisnefnd óskar eftir því að mætingar borgarfulltrúa á fundi borgarstjórnar á þessu kjörtímabili verði teknar saman og lagðar fram í forsætisnefnd eigi síðar en á fyrsta fundi nefndarinnar í marsmánuði. MSS22020147

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:39

Alexandra Briem Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_0211.pdf