Forsætisnefnd - Fundur nr. 301

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 28. janúar, var haldinn 301. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn með rafrænum hætti og hófst kl. 10:35. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Alexandra Briem, Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn með rafrænum hætti áheyrnarfulltrúarnir Diljá Ámundadóttir Zoëga, Líf Magneudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn tóku sæti með rafrænum hætti: Helga Björk Laxdal, Hulda Hólmkelsdóttir og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. febrúar 2022. MSS21120191

    -    Kl. 10:46 tekur Aron Leví Beck Rúnarsson sæti á fundinum.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi, sbr. 3. lið fundargerðar ofbeldisvarnarnefndar frá 17. janúar 2022
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mótun geðheilbrigðisstefnu Reykjavíkurborgar
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um opnun almenningsgarðs í úthverfi Reykjavíkur
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um úttekt innri endurskoðunar á lögmæti samninga við olíufélögin
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að efla strætótengingar

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. janúar 2022, þar sem tilkynnt er um veikindaleyfi Daníels Arnar Arnarssonar varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. MSS22010060

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. janúar 2022, varðandi beiðni Alexanders Witold Bogdanski varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi tímabundna lausn frá störfum til 1. janúar 2022. MSS21120193
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2022, varðandi framlög til stjórnmálasamtaka í borgarstjórn janúar-júní 2022, ásamt fylgiskjölum. MSS21120120

    -    Kl. 11:19 víkur Diljá Ámundadóttir Zoëga af fundi.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað borgarritara, dags. 16. desember 2021, um öryggismál og verkefnalista 2022, ásamt fylgiskjölum. MSS21120237

    -    Kl. 11:23 víkur Líf Magneudóttir af fundi.

    Þorsteinn Gunnarsson og Magnús Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um að tryggja fulltrúum Reykjavíkurráðs ungmenna laun fyrir setu á fundum ráðsins, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 12. nóvember 2021. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2022. MSS22010296

    -    Kl. 11:45 víkur  Vigdís Hauksdóttir af fundi.

    Samþykkt að vísa tillögunni til frekari meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar í samræmi við það sem fram kemur í umsögn skrifstofu borgarstjórnar. Forsætisnefnd samþykkir jafnframt að framvegis verði þeim fulltrúum Reykjavíkurráðs ungmenna sem sitja sameiginlegan fund Reykjavíkurráðsins og borgarstjórnar greidd þóknun fyrir þann fund samkvæmt samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að gera viðeigandi breytingu á samþykktum í framhaldinu.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skoðaðar verði leiðir til að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarstjórnar. Þeir fundir sem hér um ræðir eru oft langir og geta staðið í allt að 10 tíma. Veitingar á fundum borgarstjórnar hafa ýmist verið pantaðar frá Múlakaffi sem rak mötuneyti borgarinnar þangað til í desember sl. eða frá utanaðkomandi aðilum samkvæmt mati á lengd funda hverju sinni. Í borgarstjórn þegar fundir eru í allt að 10 tíma er mikilvægt að hafa staðgóðan kvöldverð en til að draga úr kostnaði mætti taka nákvæmari skráningu á fjölda þeirra sem borða kvöldmat, borgarfulltrúar/starfsmenn. Þá verður minna um afganga og minna um matarsóun. MSS22010236

    -    Kl. 11:57 víkur Sabine Leskopf af fundi.

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

Fundi slitið klukkan 12:00

Alexandra Briem Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_2801.pdf