Forsætisnefnd
Ár 2022, föstudaginn 14. janúar, var haldinn 300. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 10:33. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir Zoëga og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn með rafrænum hætti áheyrnarfulltrúarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. janúar 2022. MSS22010058
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um þjónustu Reykjavíkurborgar og neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að falla frá þéttingaráformum við Miklubraut/Háaleitisbraut og Bústaðaveg
c) Umræða um framtíðarfyrirkomulag íbúaráða að loknu tilraunaverkefni (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
d) Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um að götulýsing verði hækkuð í 50 lúx
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjárfestingu gegn húsnæðiskreppu
f) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um skipan stýrihóps til að kanna forsendur fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík
g) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um opnun almenningsgarðs í úthverfi Reykjavíkur -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. janúar 2022, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki að ganga til samstarfs um tilraun til að rauntímatexta fundi borgarstjórnar á tímabilinu janúar 2022 - júní 2022, ásamt fylgiskjölum. MSS21120202
Samþykkt.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 10:56
Sabine Leskopf Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1401.pdf