Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2005, fimmtudaginn 10. október, var haldinn 30. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.45. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur frá 10. þ.m., sem afgreidd hafa verið af skrifstofustjóra borgarstjórnar sbr. lið 2-6.
Liður 1. móttaka v. Golfklúbbs Reykjavíkur.
Samþykktur fjárstuðningur kr. 150.000.
2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borarstjórnar 15. nóvember.
Forsætisnefnd óskar jafnframt að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Fjárhagsáætlun 2006; fyrri umræða
b) Umræða um málefni Vesturbæjar.
Fundi slitið kl. 12.00
Alfreð Þorsteinsson
Stefán Jón Hafstein