Forsætisnefnd - Fundur nr. 298

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 3. desember, var haldinn 298. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 9:38. Viðstödd voru Alexandra Briem, Aron Leví Beck Rúnarsson, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf og Elín Oddný Sigurðardóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Hulda Hólmkelsdóttir og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. desember 2021.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 ásamt greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs, síðari umræða, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. október
    b)    Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026, síðari umræða, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. október
    c)    Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
    d)    Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð R21010074

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. nóvember 2021, varðandi beiðni Rögnu Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um áframhaldandi tímabundna lausn frá störfum til 31. janúar 2022. R19090098
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal borgarstjórnar og forsætisnefndar 2022 R21010084

  4. Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 11. nóvember 2021, varðandi fyrirhugaða endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar. R21050190

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um myndatökur kjörinna fulltrúa í Ráðhúsi Reykjavíkur. R21010084

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki að ganga til samstarfs um tilraun til að rauntímatexta fundi borgarstjórnar á tímabilinu janúar-júní 2022, ásamt fylgiskjölum. R20050137
    Frestað.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins styður að gengið sé að tilboði Tiro ehf. í rauntímatextun borgarstjórnarfundar og að gengið verði til samstarfs við  fyrirtækið  um að prófa tæknina á næsta borgarstjórnarfundi eins og þeir bjóðast til að gera. Fram kemur að hér er um sanngjarnan kostnað að ræða og því ekkert að vanbúnaði að hefja tilraun sem þessa. Að tilraunatíma loknum mun  forsætisnefnd leggja mat á reynsluna og ákvarða framhaldið. Hér er um tækni að ræða sem gæti nýst mörgum sem vilja fylgjast með borgarstjórnarfundum.

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2021, sbr. vísun borgarstjórnar frá 11. júní 2021 á tillögu Báru Katrínar Jóhannsdóttur, fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta, um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði aðgengilegar, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. desember 2021. R21060145

    -    Kl. 10:49 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi.

    Samþykkt.

    Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd samþykkir þessa tillögu og hvetur ráð og svið borgarinnar til að fylgja þessum málum vel eftir og afgreiða hratt. Það fer vel á því að forsætisnefnd fái tilkynningar þegar ráð borgarinnar afgreiða tillögur frá Reykjavíkurráði ungmenna. Eins væri gott að forsætisnefnd fá tvisvar á ári upplýsingar um stöðu þessara tillagna. Það má einnig nefna að nú er verið að taka upp skjölunarkerfið Hlaðan, hjá borginni, og með því verður mun auðveldara að fylgjast með framgangi og stöðu tiltekinna tillagna.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi sósíalista styður heilshugar tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði aðgengilegar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst að það taki ráð og nefndir  Reykjavíkurborgar almennt  séð allt of langan tíma að afgreiða og vinna tillögur þ.m.t. tillögur minnihlutafulltrúa borgarstjórnar. Dæmi eru um að meira en eitt ár og jafnvel eitt og hálft ár hafi liðið frá því að tillaga er lögð fram og þar til hún kemur til afgreiðslu á fundi.  Þess vegna styður fulltrúi Flokks fólksins heilshugar tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði gerðar aðgengilegra. Vonandi mun afgreiðslutími almennt séð styttast hvort sem um er að ræða tillögur eða erindi sem berast Reykjavíkurborg.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. nóvember 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. nóvember 2021 á breytingartillögu vegna tillögu fulltrúa ungmennaráðs Kjalarness um lýðræði í grunnskólum, ásamt fylgiskjölum. R21060146

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 3. desember 2021, merktar D1-D3. R21010179
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram breytingartillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dags. 3. desember 2021, merkt J1. R21010179
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 3. desember 2021, merktar F1-F4. R21010179
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 10:59

Alexandra Briem Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir