Forsætisnefnd - Fundur nr. 297

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 12. nóvember, var haldinn 297. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:33. Viðstödd voru Alexandra Briem, Aron Leví Beck og Eyþór Laxdal Arnalds. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Marta Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir Zoëga, Elín Oddný Sigurðardóttir, Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. nóvember 2021. R21010074

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Almennar aðgerðir menntastefnu Reykjavíkurborgar 2022-2024, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. nóvember

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur

    c)    Menningarstefna Reykjavíkurborgar 2021-2030, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. nóvember

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á skipuriti og innra skipulagi þjónustu- og nýsköpunarsviðs

    e)    Umræða um erindi ESA til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um reikningsskil Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

    f)    Umræða um félagslega blöndun í húsnæðisuppbyggingu borgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)

    g)    Kosning í endurskoðunarnefnd

    h)    Kosning í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals 

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. nóvember 2021, varðandi fyrirkomulag borgarstjórnarfunda í samkomutakmörkunum sem gilda frá 10. nóvember 2021. R21010084

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2021, sbr. vísun borgarstjórnar frá 11. júní 2021 á tillögu Báru Katrínar Jóhannsdóttur, fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta, um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði aðgengilegar, ásamt fylgiskjölum. R21060145

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Auka þarf gagnsæi í borgarkerfinu þannig að þeir sem senda inn erindi eða fá tillögur afgreiddar sjái hvar þær eru staddar. Ekki er farið eftir verklagsreglum um meðferð tillagna Reykjavíkurráðs ungmenna, en í þeim er sagt að mál eigi að afgreiða „svo skjótt og auðið er“. Dæmi eru um að tillögur séu týndar í kerfinu árum saman.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði gert aðgengilegra. Borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst að það taki ráð og nefndir Reykjavíkurborgar almennt séð allt of langan tíma að afgreiða og vinna tillögur, þ.m.t. tillögur minnihlutafulltrúa borgarstjórnar. Dæmi eru um að meira en eitt ár og jafnvel eitt og hálft ár hafi liðið frá því að tillaga er lögð fram og þar til hún kemur til afgreiðslu á fundi. Þetta er óviðunandi og afar mikilvægt að ferlið sé stytt svo um munar.

    Bára Katrín Jóhannsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2021, sbr. vísun borgarstjórnar frá 11. júní 2021 á tillögu Brynjars Braga Einarssonar, fulltrúa ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um að tryggja fulltrúum Reykjavíkurráðs ungmenna laun fyrir setu á fundum ráðsins, ásamt fylgiskjölum. R21060149

    Vísað til skrifstofu borgarstjórnar til nánari útfærslu.

    Brynjar Bragi Einarsson og Hulda Valdís Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um starfsaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12. R16110067

Fundi slitið klukkan 11:32

Alexandra Briem Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1211.pdf