Forsætisnefnd
Ár 2021, föstudaginn 15. október, var haldinn 296. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:39. Viðstödd voru Alexandra Briem, Sabine Leskopf, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Diljá Ámundadóttir Zoëga. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. október 2021. R21010074
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar 2021-2030, sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. október
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sérstaka flýtimeðferð til uppbyggingar 3.000 íbúða í Reykjavík
c) Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – íbúðarbyggð og blönduð byggð, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. október
d) Umræða um fjárhagsstöðu Strætó bs. (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um könnun á þjónustuveitingu borgarinnar
f) Umræða um fátækt í Reykjavík og mikilvægi nýrrar úttektar á stöðu fátæks fólks (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
g) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í skólamálum í Grafarvogi
h) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur- Kl. 10:50 tekur Aron Leví Beck Rúnarsson sæti á fundinum.
-
Fram fer umræða um fyrirkomulag borgarstjórnarfunda til loka kjörtímabilsins. R21010084
Forsætisnefnd samþykkir að næsti fundur borgarstjórnar 2. nóvember 2021 þar sem fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar verður á dagskrá, hefjist kl. 12:00. -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. október 2021, þar sem tilkynnt er að skrifstofu borgarstjórnar hafi borist tilkynning frá Ásgerði Jónu Flosadóttur varaborgarfulltrúa Flokks fólksins um veikindaleyfi í ótiltekinn tíma. R20010227
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. október 2021, þar sem tilkynnt er að Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi taki við sem formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. R21010084
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. október 2021, þar sem tilkynnt er að Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi taki við sem formaður borgarstjórnarflokks Miðflokksins. R21010084
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stýrihóp eigenda SORPU, myglu í burðarvirki GAJU og nýja brennslustöð, sbr. 9. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 21. september 2021. R21090180
Vísað til meðferðar borgarráðs.Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. október 2021, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um reglur sem gilda um trúnaðarmál, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 11. júní 2021. R21050282
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um reglur um fjarfundarbúnað, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 3. september 2021. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. október 2021. R21090029
Samþykkt að vísa tillögunni frá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Flokks fólksins gengur út á að fundarmenn á fjarfundum skuli ávallt vera í mynd á fjarfundunum en að leyft verði að slökkva á myndavél rétt á meðan snætt er eða farið á salerni. Á því hefur borið allt of oft að borgarfulltrúar í fjarfundi séu með slökkt á myndavélum meira og minna allan fundinn. Það er óviðunandi. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að nú þegar séu í gildi verklagsreglur um fjarfundi. Þetta atriði sem fulltrúi Flokks fólksins er hér að leggja til er ekki ávarpað í gildandi verklagsreglum. Ef horft er til fjarfunda vikunnar sem nú er að líða má ennþá sjá að sumir fulltrúar í fjarfundi eru ekki í mynd lungað af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að festa í sessi tilraunaverkefni um óundirbúnar fyrirspurnir á fundum borgarstjórnar, sbr. 11. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 11. júní 2021. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. október 2021. R20080128
Samþykkt að vísa tillögunni frá með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar og Pírata gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tilraunaverkefni um óundirbúnar fyrirspurnir sem lauk um síðustu áramót gaf góða raun og gerði borgarstjórnarfundina skilvirkari og áhugaverðari. Með því að vísa tillögunni frá sýna meirihlutaflokkarnir að þeir hafa engan áhuga á að gera borgarstjórnarfundina skilvirkari og gagnsærri eða auka upplýsingaflæði.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:56
Alexandra Briem Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1510.pdf