Forsætisnefnd - Fundur nr. 295

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 1. október, var haldinn 295. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11:06. Viðstödd voru Alexandra Briem, Aron Leví Beck og Eyþór Laxdal Arnalds. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Diljá Ámundadóttir Zoëga, Elín Oddný Sigurðardóttir, og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Marta Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. september 2021. R21010074

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Lýðheilsustefna Reykjavíkur til 2030, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. september

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar

    c)    Umræða um nýtt safn Nínu Tryggvadóttur (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um launagreiningu

    e)    Umræða um meirihlutasáttmálann og vanefndir meirihlutans á kjörtímabilinu (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)

    f)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um að Reykjavíkurborg hafni styrk frá Bloomberg Philanthropies.

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. september 2021, sbr. samþykkt forsætisnefndar frá 14. maí 2021 á tillögu forseta um fræðsluheimsóknir nemenda í Ráðhúsið. R21050143

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúum Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna, Miðflokksins og Viðreisnar. 

    Forsætisnefnd felur skrifstofu borgarstjórnar að skipa starfshóp þar sem sætu fulltrúar samskiptateymis Reykjavíkurborgar, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, skrifstofu borgarstjórnar og skóla- og frístundasviðs, og sá hópur leiti samráðs við Reykjavíkurráð ungmenna. Þessum starfshóp  sé falið að útfæra framkvæmd tillögunnar þannig að skólabörnum gefist kostur á að koma í ráðhúsið, fræðast um stjórnkerfi borgarinnar, prófa að halda fund og eftir því sem mögulegt er fylgjast með opnum fundi borgarstjórnar eða ráða borgarinnar. Eins væri gott að leita ráðgjafar starfsfólks alþingis um það hvernig haldið er utan um skólaþing. Vel færi á því að einn eða tveir fulltrúar forsætisnefndar væru til reiðu að hitta nemendur, svara spurningum og sé þess óskað, stýra fundi þeirra í þessum heimsóknum og forsætisnefnd lýsir sig reiðubúna til þess, sé þess óskað. Niðurstöður starfshópsins verða lagðar fram til samþykktar á fundi forsætisnefndar. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins finnst hugsun þessarar tillögu góð og finnst ráð að skipa starfshóp þar sem í sætu fulltrúar frá stjórnkerfi ráðhússins, skóla- og frístundasviðs, skólastjórnenda og foreldrafélaga og að sá hópur leiti samráðs við Reykjavíkurráð ungmenna og fleiri eftir atvikum. Þessum starfshópi  sé falið að skoða hvernig hægt að útfæra tillöguna með raunhæfum hætti.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:53

Alexandra Briem Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_0110.pdf