Forsætisnefnd
Ár 2021, föstudaginn 3. september, var haldinn 293. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í borgarráði og hófst kl. 10:36. Viðstödd voru Alexandra Briem og Diljá Ámundadóttir Zoëga. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. ágúst 2021, varðandi framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlega vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2021, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 16. júní 2021 hafi Alexandra Briem verið kjörin forseti borgarstjórnar til eins ár og að Kristín Soffía Jónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir hafi verið kjörnin 1., 2., 3. og 4. varaforsetar borgarstjórnar til eins árs. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júlí 2021, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarráðs þann 22. júlí 2021 hafi verið samþykkt að Aron Leví Beck Rúnarsson taki sæti sem þriðji varaforseti borgarstjórnar í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur. R18060080
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2021, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 15. júní 2021 hafi Ellen Jacqueline Calmon og Kolbrún Baldursdóttir verið kosnar skrifarar borgarstjórnar og Skúli Helgason og Jórunn Pála Jónasdóttir til vara. R18060080
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. september 2021.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um niðurstöður forhönnunar Laugavegar í níu skrefum (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
b) Umræða um málefni Fossvogsskóla (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
c) Umræða um framgang mála á kjörtímabilinu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
d) Umræða um niðurstöður könnunar á ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðkomu barna að uppsetningu grunnskólamötuneyta
f) Umræða um rekstur og stöðu SORPU bs. í ljósi umfjöllunar í Stundinni (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
g) Umræða um biðlista fatlaðs fólks og vöntun á sértæku húsnæði og húsnæði með stuðning (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
h) Kosning í skipulags- og samgönguráð
i) Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð R21010074 -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. ágúst 2021, varðandi tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna heimildar til notkunar á fjarfundarbúnaði, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. september 2021, varðandi veikindaleyfi Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur borgarfulltrúa Pírata. R20100338
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. ágúst 2021, varðandi breytingar á starfsaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12. R16110067
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú á að færa starfsaðstöðu borgarfulltrúa upp um eina hæð og fær hver flokkur sína skrifstofu. Það er sorglegt að sjá þann kostnað sem fór í framkvæmd á gerð sameiginlegs rýmis Tjarnargötu 12 fleygt út um gluggann. Með því að borgarfulltrúar deildu sameiginlegri skrifstofu áttu að sparast rúmar fimm milljónir á ári. Borgarfulltrúar voru áður á tveimur hæðum í húsinu. Kostnaðurinn við breytingarnar nam 2,5 milljónum króna svo rétt er að kostnaður vegna breytinganna borgaði sig fljótt upp. Rennt var blint í sjóinn með nýtingu og hefur nýting verið afar lítil þau rúm þrjú ár sem liðin eru af kjörtímabilinu. Í raun má segja að með ákvörðun um að útbúa þetta sameiginlega vinnurými hafi verið gerð mistök. Ákvörðunin kom aldrei inn á borð þessa minnihluta. Þurfi þeir borgarfulltrúar sem búa utan miðbæjar eða í efri byggðum ekki að sækja fundi í Ráðhúsinu hugsa þeir sig án efa tvisvar um áður en þeir leggja leið sína í Tjarnargötu 12 til að nota vinnurými, sameiginlegt eður ei, vegna þess m.a. að aðgengi að miðbænum er erfitt. Umferðatafir á stofnbrautum eru íþyngjandi og í miðbænum eru stöðugar framkvæmdir og þrengsl.
Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Sú ákvörðun að breyta aðstöðu á annarri hæð í Tjarnargötu í opið rými var tekin á síðasta kjörtímabili, í samráði þáverandi meirihluta og minnihluta. Það skal tekið fram að það er þróun almennt í skrifstofumálum borgarinnar og hefði þurft að opna það hvaða aðili sem hefði verið í henni. Í ljósi þess að skoðanir kjörinna fulltrúa á opnu vinnurými hafa breyst eins mikið og raun ber vitni milli kjörtímabila býður færsla á þriðju hæð upp á tækifæri til að bjóða aftur upp á lokaðar skrifstofur fyrir flokka eða samstarfsflokka án þess að ráðast í kostnað við að reisa veggi eða finna nýtt rými, en þriðja hæð í Tjarnargötu er eitt afar fárra skrifstofurýma borgarinnar þar sem enn eru lokaðar skrifstofur.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur frétt þá var síðasti minnihluti ekki allur sáttur við þetta fyrirkomulag. Engu að síður var haldið áfram með verkefnið. Fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á að framkvæmd sem þessi þarf að vera í fullu samráði eins og aðrar framkvæmdir sem varða notendur almennt séð.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt loftgæði í Reykjavík, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 2. febrúar 2021. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 1. júlí 2021. R21020042
Vísað til meðferðar borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um bætt loftgæði var tekin fyrir í borgarstjórn 2. febrúar. Henni var vel tekið í orði, enda brýnt að minnka svifryk. Ekki var þó vilji til að samþykkja hana á þeim fundi, en í staðinn var borgarlögmanni falið að skoða hvort heimilt væri að framkvæma tillöguna. Eftir sex mánaða skoðun er niðurstaðan skýr: Engir lögfræðilegir ágallar eru á tillögunni. Nú er henni vísað til borgarráðs. Vonandi verður sátt um hana í heild, enda jákvætt fyrir borgarbúa að borgin sé þrifin betur, snjór sé mokaður tímanlega svo minni þörf sé fyrir nagladekk og gjaldskrá í bílastæði taki betur mið af umhverfisþáttum.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Er ekkert verið að grínast í okkur að það þurfi 4 blaðsíðna umsögn borgarlögmanns til að koma sér undan tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt loftgæði í Reykjavíkurborg? Umhverfishjal meirihlutans eru staðlausir stafir og það sést best á því hvað verið er að henda málinu fram og til baka í kerfinu í stað þess að fella tillöguna strax.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Tillaga Flokks fólksins um reglur um fjarfundi. Nú er búið, eina ferðina enn, vegna COVID, að framlengja heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi – notkun fjarfunda á fundum ráða og nefnda. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að fjarfundamöguleikinn sé kominn til að vera enda gagnlegt að eiga þess kost að vera á fjarfundi eftir atvikum. Mikilvægt er að setja reglur um fjarfundi sem snúa að fjarfundunum sjálfum þegar þeir eru í framkvæmd. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að forsætisnefnd samþykki að fundarmenn á fjarfundum skuli ávallt vera í mynd á fjarfundunum en að leyft verði að slökkva á myndavél rétt á meðan snætt er eða farið á salerni. Á því hefur borið allt of oft að borgarfulltrúar í fjarfundi séu með slökkt á myndavélum allan fundinn. Það er óviðunandi. R21090029
Vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjórnar.
Fundi slitið klukkan 11:35
Alexandra Briem Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_0309.pdf