Forsætisnefnd - Fundur nr. 292

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 11. júní, var haldinn 292. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í borgarráði og hófst kl. 10:34. Viðstödd voru Alexandra Briem, Diljá Ámundadóttir Zoëga og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf og Eyþór Laxdal Arnalds. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson, Ólöf Magnúsdóttir og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. júní 2021.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Velferðarstefna Reykjavíkurborgar til 2030, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní

    b)    Umræða um málefni GAJA – gas og jarðgerðarstöð SORPU bs. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    c)    Innleiðing verkefnisins betri borg fyrir börn, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní

    d)    Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. júní.

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að hætta útvistun hjá Strætó bs.

    f)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að setja á laggirnar vinnumiðlun eftirlaunafólks í Reykjavík

    g)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um að aðstaða Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli verði tryggð til framtíðar

    h)    Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og fjögurra varaforseta

    i)    Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara

    j)    Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara, formannskjör

    k)    Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

    l)    Kosning í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

    m)    Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð

    n)    Kosning í velferðarráð

    o)    Kosning í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

    p)    Kosning í fjölmenningarráð

    q)    Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð

    r)    Kosning í ofbeldisvarnarnefnd

    s)    Kosning í öldungaráð

    t)    Kosning í íbúaráð Breiðholts

    u)    Kosning í íbúaráð Kjalarness

    v)    Kosning í íbúaráð Laugardals

    w)    Kosning í fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar

    x)    Kosning fimm fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs og fimm til vara, formannskjör

    y)    Kosning fimm fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sf. til eins árs og fimm til vara, formanns- og varaformannskjör R21010074

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. maí 2021, varðandi veikindaleyfi Egils Þórs Jónssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. R21060092

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. maí 2021, varðandi beiðni Alexanders Witold Bogdanski varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi tímabundna lausn frá störfum til 1. janúar 2022. R20010362

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. maí 2021, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 1. júní 2021 hafi verið samþykkt að Dóra Björt Guðjónsdóttir tæki sæti sem varamaður í forsætisnefnd.  R18060080

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, dags. 18. maí 2021, varðandi samþykkt fyrir innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar og innri endurskoðanda, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn skrifstofa borgarstjórnar, dags. 9. júní 2021. R21050256

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. júní 2021, varðandi drög að breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.. R21050311

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júní 2021, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um reglur sem gilda um trúnaðarmál, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 28. maí 2021. R21050282

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu 2020 um að farið yrði í ítarlega greiningu á því hvaða mál flokkast undir trúnaðarmál og hvað ekki og að verklagsreglur verði settar um flokkun mála eftir niðurstöðu greiningarinnar. Tillögunni var vísað frá. Tillagan var lögð fram vegna þess að það var og er oft ennþá upplifun fulltrúa Flokks fólksins að reglur séu óljósar. Í svari voru reifuð hin ýmsu lög og reglur um trúnað. Í svari segir að ábyrgðin um hvort sé trúnaður eður ei liggi hjá þeim aðila sem leggur málið fram. Fulltrúa Flokks fólksins sýnist sem svo að borgarfulltrúi í meirihluta geti einfaldlega óskað eftir að mál sem hann leggur fram sé trúnaðarmál. Þetta hentar vissulega vel ef um er að ræða mál sem eru óþægileg fyrir meirihlutann eða mál sem munu varpa ljósi á neikvæða hluti í borginni. Þetta hefur ítrekað komið í ljós, kynningar sem koma illa út fyrir borgina eru stimplaðar trúnaður og sumar koma aldrei fyrir augu borgarbúa. Trúnaður er settur á jafnvel þótt í gögnum séu hvergi neinar persónugreinanlegar upplýsingar s.s. sem varðar skulda, lána eða viðskiptamál einstaklings eða önnur persónugreinanleg gögn. Oft lítur svo út sem þarna sé á ferðinni hrein geðþóttaákvörðun sem síðan er fundinn staður í lögunum eftir því hvernig Reykjavíkurborg kýs að túlka þau.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um starfsaðstöðu fyrir kjörna fulltrúa í Ráðhúsi, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 28. maí 2021. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2021. R21050283

    Tillagan er felld með þremur atkvæðum fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að mikill aðstöðumunur er meðal borgarfulltrúa, hvort heldur þeir tilheyra meirihluta eða minnihluta, hvað vinnuaðstöðu varðar. Nokkrir borgarfulltrúar meirihlutans hafa vinnuaðstöðu í Ráðhúsinu á sama tíma og stærsta flokknum með flesta borgarfulltrúa er hafnað um vinnuaðstöðu þar. Ráðhúsið er vinnustaður borgarfulltrúa og því óásættanlegt að ekki standi til boða vinnuaðstaða fyrir alla borgarfulltrúa þar.

    Fulltrúar Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:

    Pollurinn er sameiginleg starfsmannaaðstaða starfsmanna og í mikilli notkun. Langflestir borgarfulltrúar hafa starfsaðstöðu í Tjarnargötu og geta að auki bókað Pollinn eins og hvert annað fundarherbergi í Ráðhúsinu fyrir staka fundi eða viðburði. Borgarfulltrúar meirihlutans hafa ekki starfsaðstöðu í Ráðhúsinu nema í undantekningartilfellum. Þó er ástæða til að skoða aðstöðumál borgarfulltrúa í Tjarnargötu í framhaldinu.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar, dags. 10. júní 2021:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulega borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella sbr. ákvæði 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga. R21060117

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Mál eru ítrekað trúnaðarmerkt í ráðum og nefndum borgarinnar stundum án sýnilegrar ástæðu. Í sumum tilfellum er ljóst að trúnað þarf að halda þegar um er að ræða viðkvæm persónuleg málefni. Í öðrum tilfellum er óljóst hvað ræður. Nú hefur verið lagt fram svar frá skrifstofu borgarstjórnar með vísan í sveitarstjórnr/upplýsingalög. Hér er spurt um verklag Reykjavíkur. 1. Hvaða reglur gilda um hvaða mál eru gerð að trúnaðarmáli sem lögð eru fyrir borgarráð og önnur ráð borgarinnar? 2. Eru til samræmdar reglur á milli sviða borgarinnar? 3. Mjög matskenndar aðferðir eru notaðar milli sviða og oft á tíðum eru gögn trúnaðarmerkt að ástæðulausu – hvernig stendur á því? 4. Er búið að gefa út handbók til embættismanna sem skerpa á reglum hvað varðar trúnaðarmerkt gögn? 5. Ef ekki – hvers vegna? R21050282

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Forsætisnefnd samþykkir í ljósi þess að óundirbúnar fyrirspurnir hafa ekki verið dagskrárliður á fundum borgarstjórnar frá því tilraunatíma með þær lauk um síðustu áramót og góðrar reynslu af dagskrárliðnum verði hann festur í sessi og gerður varanlegur. Lagt er til að dagskrárliðurinn verði tekinn upp með sama fyrirkomulagi og var á tilraunatímabilinu og verði 1. liður á dagskrá borgarstjórnarfunda. Samþykktum borgarstjórnar verði breytt til samræmis við það. Samþykkt þessi taki gildi í september á þessu ári.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20080128

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 12:07

Alexandra Briem Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1106.pdf