Forsætisnefnd - Fundur nr. 290

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 14. maí, var haldinn 290. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í borgarráði og hófst kl. 10:52. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Kristín Soffía Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tók sæti á fundinum: Alexandra Briem, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson, Ólöf Magnúsdóttir og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. maí 2021 R21010074.

    -    Kl. 10:53 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a) Umræða um innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
    b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að ljúka skipulagsvinnu gatnamóta við Bústaðaveg og Arnarnesveg við Breiðholtsbraut
    c) Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um uppbyggingu blandaðrar byggðar í Úlfarsárdal
    d) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni
    e) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að auknu fjármagni verði veitt til að sporna við klámáhorfi grunnskólabarna
    f) Kosning forseta borgarstjórnar
    g) Kosning í forsætisnefnd
    h) Kosning í borgarráð
    i) Kosning í skipulags- og samgönguráð, formannskjör
    j) Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð
    k) Kosning í velferðarráð
    l) Kosning í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
    m) Kosning í íbúaráð Kjalarness 

  2. Fram fer umræða um öryggismál í Ráðhúsi Reykjavíkur. R21020173

    Þorsteinn Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  3. Fram fer umræða um sameiginlegan fund Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar. R16080033

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. maí 2021, þar sem tilkynnt er að Daníel Örn Arnarsson er kominn úr veikindaleyfi. R21030094

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. mars 2021, varðandi afgreiðslu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs á tillögu fulltrúa ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um aukna fræðslu um fólk á flótta, ásamt fylgiskjölum. R20050127

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. mars 2021, varðandi afgreiðslu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs á tillögu fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta um aukna jafnréttisfræðslu fyrir börn og ungmenni, ásamt fylgiskjölum. R20050131

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs, dags. 29. mars 2021, varðandi afgreiðslu skóla- og frístundaráðs á tillögu fulltrúa ungmennaráðs Grafarvogs um kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum. R20050125

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs, dags. 29. mars 2021, varðandi afgreiðslu skóla- og frístundaráðs á tillögu fulltrúa ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fríar tíðarvörur í alla grunnskóla og tíðarvörur, ásamt fylgiskjölum. R20050126

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta:

    Lagt er til að skoðaðar verði leiðir til að taka á móti nemendahópum með svipuðum hætti og á svokölluðu Skólaþingi sem Alþingi heldur uppi. Skólahópar gætu þannig heimsótt Ráðhúsið, setið nefndarfundi og síðan talað fyrir tillögum og kosið um þær. Þannig væri þekking barna á lýðræðinu efld um leið og þau myndu kynnast því betur hvernig Reykjavík er stjórnað. Leitað verði til Alþingis og fagsviða borgarinnar til að meta kostnað við námsefnisgerð og móttöku nemenda og tillögunum vísað til fjárhagsáætlunargerðar í kjölfarið. R21050143

    Samþykkt.

    Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd fagnar þessari tillögu og þakkar fráfarandi forseta fyrir vel unnin störf og gott samstarf.

    -    Kl. 12:03 víkja Kristín Soffía Jónsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum.

Fundi slitið klukkan 12:06

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Sabine Leskopf Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1405.pdf