Forsætisnefnd - Fundur nr. 289

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 30. apríl, var haldinn 289. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:37. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Kristín Soffía Jónsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Marta Guðjónsdóttir, Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. maí 2021. R21010074

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga um framlengingu á heimild til notkunar á fjarfundarbúnaði, sbr. 3. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 30. apríl
    b)    Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. apríl 2021 – fyrri umræða
    c)    Hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. apríl
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Malbikunarstöðin Höfði verði seld
    e)    Umræða um byggingarstefnu borgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um sálfræðiaðstoð til starfsfólks og foreldra vegna COVID-19 smita í leik- og grunnskólum
    g)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um uppbyggingu blandaðrar byggðar í Úlfarsárdal

    Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar:

    Lagt til að við fyrri umræðu um ársreikning verði oddvitaumræða og ræðutími 20 mínútur í fyrri ræðu en að öðru leyti skv. samþykktum.

    Samþykkt.

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta:

    Lagt til að fyrirkomulag aukafundar borgarstjórnar vegna síðari umræðu um ársreikning þann 11. maí 2021 verði eftirfarandi: 1. Dagskrá: Einungis eitt mál verður á fundinum: Síðari umræða um ársreikning 2020. 2. Lengd fundar: Fundurinn stendur yfir 14:00-18:30. Ekki verður kvöldmatarhlé á fundinum. 3. Mælandaskrá: Borgarstjóri hefur umræðuna og lýkur henni. Öðrum borgarfulltrúum sem óska að taka til máls, er raðað á mælendaskrá af skrifstofu borgarstjórnar, sem skal við uppröðunina taka mið af stærð flokka. 4. Ræðutími: Ræðutími oddvita skal vera 15 mínútur, en ræðutími annarra borgarfulltrúa 8 mínútur. 5. Hve oft má tala: Hver borgarfulltrúi tekur til máls einu sinni. Ef útlit er fyrir að fundur klárist fyrir 18:30 er borgarfulltrúum heimilt að óska eftir taka til máls öðru sinni í 5 mínútur, en þó ekki þannig að umræðan fari fram yfir kl. 18:30. Sama gildi um varamenn sem taka sæti á miðjum fundi, hafi aðalmaður þeirra þegar haldið ræðu. 6. Andsvör: Andsvör verð heimil í samræmi við fundarsköp borgarstjórnar. 7. Bókanir: Óskað er eftir að bókanir berist fyrir kl. 16:00. Heimilt er að lesa upp bókun í ræðu en ekki er reiknað með sérstökum tíma í lestur bókana í lok fundar heldur verða þær framsendar á alla borgarfulltrúa.

    Samþykkt. R21010074

  3. Lögð fram tillaga um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi til 22. júlí 2021. R18060129
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:03

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_3004.pdf