Forsætisnefnd - Fundur nr. 288

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 16. apríl, var haldinn 288. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsalnum og hófst kl. 10:33. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Kristín Soffía Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. apríl 2021. R21010074

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Alþjóðastefna Reykjavíkurborgar til 2030, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. mars 2021

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu á grunnskólastarfi í Reykjavík

    c)    Nýtt deiliskipulag fyrir Skerjafjörð Þ5, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. mars 2021

    d)    Umræða um Elliðaárdalinn, tæmingu Árbæjarlóns og framtíð Árbæjarstíflu (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjaldfrjálsa þjónustu fyrir lágtekjufólk með börn

    g)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að borgarstjórn samþykki að hjúkrunarheimili starfi eftir Eden hugmyndafræði

    h)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Árbæjarlónið verði fyllt í sumarstöðu í samræmi við gildandi deiliskipulag 

  2. Lagt fram uppfært fundadagatal borgarstjórnar og forsætisnefndar 2021. R21010084

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. apríl 2021, varðandi beiðni um tilnefningu kjörinna fulltrúa í þátttöku í notendaviðtölum fyrir verkefnið gagnsjá sem miðar að því að auka gagnsæi í stjórnsýslu borgarinnar. R21010084

    Samþykkt að tilnefna Pawel Bartoszek, Alexöndru Briem, Ellen Jacqueline Calmon, Eyþór Laxdal Arnalds, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Vigdísi Hauksdóttur.

    Fulltrúi Flokks fólksins fellur frá tilnefningu að þessu sinni.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins áttar sig ekki á tengslum þess að óska eftir að fá mál flokkanna sem skipa minnihlutann sett inn á vef borgarinnar, t.d. heimasvæði oddvita og þess að borgarfulltrúar séu nú orðnir einn notendahópur hinnar svokölluðu gagnsjár. Nú er verið að óska eftir að borgarfulltrúar (kjörnir fulltrúar) komi í „notendaviðtöl“ til að greina þarfir þeirra. Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt fjáraustur þjónustu- og upplýsingasviðsins í alls kyns óþarfa sem hefur sumt hvert fátt að gera við útfærslur og afurð stafrænna umbreytingu. Þessi notendaviðtöl við kjörna fulltrúa eru óþörf og því tímaeyðsla og sóun á fé. Beiðni fulltrúa Flokks fólksins er skýr og var fyrst lögð fram 2019 og aftur í borgarráði 15. apríl 2021. Bent er á fordæmi á vef Alþingis þar sem finna má öll mál þingmanna. Verkefnið er einfalt en er vissulega handavinna. Þetta hefði verið einfaldara ef byrjað hefði verið strax þegar kjörtímabilið hófst og vinna það síðan jafnharðan en það var ekki gert. Þessi tillaga Flokks fólksins kallar því ekki á nein sérstök notendaviðtöl. Hugsunin er fyrst og síðast að borgarbúar hafi greiðan aðgang að málum borgarfulltrúa, ferli þeirra og afgreiðslu. „Þarfir“ eru því alveg skýrar og þarf ekki að eyða frekara fjármagni í einhver „notendaviðtöl“ við kjörna fulltrúa í þessu tilliti.

    Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna:

    Notendaviðtöl eru hluti af vandaðri hugbúnaðargerð, í þeim gefst kjörnum fulltrúum og öðrum notendum tækifæri til að koma hugmyndum sínum til skila og ræða hvaða sýn þau hafa á hvernig upplýsingakerfið ætti að líta út, og koma sínum þörfum á framfæri.

    -    Kl. 11:09 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundi.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. apríl 2021, varðandi veikindaleyfi Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata. R20100338

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:10

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1604.pdf