Forsætisnefnd - Fundur nr. 287

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 12. mars, var haldinn 287. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:41. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Marta Guðjónsdóttir og Alexandra Briem. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Elín Oddný Sigurðardóttir, og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Kristín Soffía Jónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. mars 2021. R21010074

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um aðgerðaráætlun um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata) og breyting á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. mars sl. 

    b)    Umræða um Hvassahraun sem nýtt flugvallarstæði fyrir innanlandsflug í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    c)    Alþjóðastefna Reykjavíkurborgar til 2030, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. mars 2021.

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um frían aðgang í Strætó fyrir þau sem fá fjárhagsaðstoð

    e)    Umræða um skólabörnin á biðlistum eftir fagþjónustu skóla í Reykjavík og líðan þeirra (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)

    f)    Umræða um Elliðaárdalinn, tæmingu Árbæjarlóns og framtíð Árbæjarstíflu (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

    g)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra í Reykjavík

    h)    Kosning í forsætisnefnd

    i)    Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

    j)    Kosning í skipulags- og samgönguráð

    k)    Kosning í skóla- og frístundaráð 

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar, dags. 9. mars 2021:

    Forsætisnefnd leggur til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar sem halda skal þann 6. apríl 2021 með vísan til heimildar í 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 139/2011 í samræmi við fundadagatal borgarstjórnar fyrir starfsárið 2021. 

    Vísað til borgarstjórnar. R21010084

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2021, varðandi sameiginlegan fund borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 13. apríl 2021. R16080033

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 1. mars 2021, um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksfjölda íbúa), 378. mál. R21020034

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 378. mál er mótmælt harðlega. Sérstaklega gerir borgarfulltrúi Miðflokksins athugasemdir við að heimildir til notkunar fjarfundarbúnaðar verði rýmkaðar varanlega. Minnt er á að skipulags- og samgönguráð hefur heimildir til fullnaðarafgreiðslu mála og borgarstjórn fer með endanlegar heimildir. Ekki má stefna lögmæti ákvarðana stjórnvaldsins Reykjavíkurborgar með því að undanþáguákvæði sem veitt var vegna COVID-19 verði gert varanlegt. Óskað er eftir að bókun þessi fylgi með umsögn Reykjavíkurborgar til Alþingis.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2021, þar sem tilkynnt er að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Lífar Magneudóttur. Jafnframt er tilkynnt að Líf taki sæti sem varamaður í stað Elínar. R18060080

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. mars 2021, um beiðni Gunnlaugs Braga Björnssonar varaborgarfulltrúa Viðreisnar um tímabundna lausn frá störfum til 1. maí 2021. R19080110

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2021, um beiðni Rögnu Sigurðardóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um tímabundna lausn frá störfum til 20. desember 2021. R19090098

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2021, þar sem tilkynnt er um veikindaleyfi Daníels Arnar Arnarssonar varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. R21030094

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning á öryggisúttekt í Ráðhúsi Reykjavíkur. R21020173

    -    Kl. 11:10 víkur Valgerður Sigurðardóttir af fundi. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þakkað er fyrir að orðið var við ósk borgarfulltrúa Miðflokksins um að fá fulltrúa ríkislögreglustjóra á fund forsætisnefndar til að ræða öryggimál og árásir á kjörna fulltrúa Reykjavíkur. Óskað er eftir að fulltrúi héraðssaksóknara mæti á næsta fund forsætisnefndar til upplýsingagjafar.

    Runólfur Þórhallsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið klukkan 11:49

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Marta Guðjónsdóttir