Forsætisnefnd
Ár 2021, föstudaginn 12. mars, var haldinn 287. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:41. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Marta Guðjónsdóttir og Alexandra Briem. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Elín Oddný Sigurðardóttir, og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Kristín Soffía Jónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. mars 2021. R21010074
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um aðgerðaráætlun um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata) og breyting á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. mars sl.
b) Umræða um Hvassahraun sem nýtt flugvallarstæði fyrir innanlandsflug í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
c) Alþjóðastefna Reykjavíkurborgar til 2030, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. mars 2021.
d) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um frían aðgang í Strætó fyrir þau sem fá fjárhagsaðstoð
e) Umræða um skólabörnin á biðlistum eftir fagþjónustu skóla í Reykjavík og líðan þeirra (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
f) Umræða um Elliðaárdalinn, tæmingu Árbæjarlóns og framtíð Árbæjarstíflu (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
g) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra í Reykjavík
h) Kosning í forsætisnefnd
i) Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
j) Kosning í skipulags- og samgönguráð
k) Kosning í skóla- og frístundaráð -
Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar, dags. 9. mars 2021:
Forsætisnefnd leggur til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar sem halda skal þann 6. apríl 2021 með vísan til heimildar í 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 139/2011 í samræmi við fundadagatal borgarstjórnar fyrir starfsárið 2021.
Vísað til borgarstjórnar. R21010084
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2021, varðandi sameiginlegan fund borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 13. apríl 2021. R16080033
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 1. mars 2021, um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksfjölda íbúa), 378. mál. R21020034
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 378. mál er mótmælt harðlega. Sérstaklega gerir borgarfulltrúi Miðflokksins athugasemdir við að heimildir til notkunar fjarfundarbúnaðar verði rýmkaðar varanlega. Minnt er á að skipulags- og samgönguráð hefur heimildir til fullnaðarafgreiðslu mála og borgarstjórn fer með endanlegar heimildir. Ekki má stefna lögmæti ákvarðana stjórnvaldsins Reykjavíkurborgar með því að undanþáguákvæði sem veitt var vegna COVID-19 verði gert varanlegt. Óskað er eftir að bókun þessi fylgi með umsögn Reykjavíkurborgar til Alþingis.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2021, þar sem tilkynnt er að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Lífar Magneudóttur. Jafnframt er tilkynnt að Líf taki sæti sem varamaður í stað Elínar. R18060080
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. mars 2021, um beiðni Gunnlaugs Braga Björnssonar varaborgarfulltrúa Viðreisnar um tímabundna lausn frá störfum til 1. maí 2021. R19080110
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2021, um beiðni Rögnu Sigurðardóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um tímabundna lausn frá störfum til 20. desember 2021. R19090098
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2021, þar sem tilkynnt er um veikindaleyfi Daníels Arnar Arnarssonar varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. R21030094
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á öryggisúttekt í Ráðhúsi Reykjavíkur. R21020173
- Kl. 11:10 víkur Valgerður Sigurðardóttir af fundi.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir að orðið var við ósk borgarfulltrúa Miðflokksins um að fá fulltrúa ríkislögreglustjóra á fund forsætisnefndar til að ræða öryggimál og árásir á kjörna fulltrúa Reykjavíkur. Óskað er eftir að fulltrúi héraðssaksóknara mæti á næsta fund forsætisnefndar til upplýsingagjafar.
Runólfur Þórhallsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið klukkan 11:49
Pawel Bartoszek Alexandra Briem
Marta Guðjónsdóttir